Enn eitt áfallið fyrir bandarískan hafnarbolta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2009 08:52 Alex Rodriguez, leikmaður New York Yankees. Nordic Photos / Getty Images Bandaríski hafnarboltakappinn Alex Rodriguez hefur viðurkennt að hann notaði stera í nokkur ár en hann er hæst launaðasti leikmaðurinn í sinni grein þar í Bandaríkjunum. Rodriguez er 33 ára gamall og leikur með New York Yankees. Hann skrifaði í fyrra undir tíu ára samning sem er sagður vera 275 milljóna dollara virði eða upp á tæpan 31 milljarð króna. Hann er einfaldlega stærsta stjarnan í þessari þjóðaríþrótt Bandaríkjanna og hafa verið bundnar miklar vonir við hann. Rodriguez átti að vera maðurinn sem myndi endurvekja trú almennings á íþróttinni en hvert lyfjahneykslið hefur rekið annað í heimi hafnarboltans undanfarin ár og áratugi. Forsagan er sú að nýverið var greint frá í tímaritinu Sports Illustrated því að Rodriguez hafi fallið á lyfjaprófi árið 2003 þegar hann lék með Texas Rangers. En yfirvöld sögðu að á þeim tíma hafi lyfjaprófin verið nafnlaus og bæru enga refsingu í för með sér. Yfirvöld í íþróttinni segja að þökk sé þessum lyfjaprófunum árið 2003 hafi verið komið á fót formlegum lyfjaprófunum árið 2004. Í dag sé engin íþrótt sem taki jafn hart á þeim málum og bandarískur hafnarbolti. Fullyrt var í Sports Illustrated að 104 leikmenn hafi fallið á lyfjaprófinu árið 2003. Rodriguez játaði að hafa tekið stera í tvö ár en að hann gerði það ekki lengur. Hann kom til Texas Rangers árið 2001 og sagðist hafa tekið ólögleg lyf til ársins 2003. „Þegar ég kom til Texas fann ég fyrir miklum þrýstingi að standa mig vel. Mér fannst ég bera heiminn á herðum mér og að ég yrði að standa mig vel á hverjum einasta degi," sagði Rodriguez í löngu sjónvarpsviðtali við ESPN-sjónvarpsstöðina sem má sjá í heild sinni hér. „Á þessum tíma ríkti önnur og öðruvísi menning í íþróttinni. Þetta var allt frekar laust í reipunum. Ég var ungur, heimskur og barnalegur. Ég vildi sanna fyrir öllum að ég gæti orðið einn sá besti í sögu íþróttarinnar. Ég tók ólögleg lyf og harma það mjög." Hann sagði síðar í viðtalinu að hann viti einfaldlega ekki nákvæmlega hvaða efni hann hafi tekið. Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, er mikill íþróttaáhugamaður og sagði einnig í sjónvarpsviðtali að hann væri mjög hryggur vegna þessa fregna. „Mér finnst þetta afar óheppilegt því ég held að það séu margir leikmenn sem notuðu engin ólögleg efni," sagði Obama. Rodriguez var oft kallaður A-Rod af stuðningsmönnum sem margir hverjir kalla hann nú A-Fraud eða A-Roid. Það má einnig greina frá því að Rodriguez hefur verið sagður ástmaður tónlistarkonunnar Madonnu í fjölmiðlum en því neita þau reyndar bæði. Erlendar Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Álftanes - Tindastóll | Heimamenn í harðindum en gestirnir á góðu skriði Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Njarðvík - Þór Þorlákshöfn | Vilja svara fyrir skellinn í síðustu umferð Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Dagskráin í dag: HM í pílu og Körfuboltakvöld Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sjá meira
Bandaríski hafnarboltakappinn Alex Rodriguez hefur viðurkennt að hann notaði stera í nokkur ár en hann er hæst launaðasti leikmaðurinn í sinni grein þar í Bandaríkjunum. Rodriguez er 33 ára gamall og leikur með New York Yankees. Hann skrifaði í fyrra undir tíu ára samning sem er sagður vera 275 milljóna dollara virði eða upp á tæpan 31 milljarð króna. Hann er einfaldlega stærsta stjarnan í þessari þjóðaríþrótt Bandaríkjanna og hafa verið bundnar miklar vonir við hann. Rodriguez átti að vera maðurinn sem myndi endurvekja trú almennings á íþróttinni en hvert lyfjahneykslið hefur rekið annað í heimi hafnarboltans undanfarin ár og áratugi. Forsagan er sú að nýverið var greint frá í tímaritinu Sports Illustrated því að Rodriguez hafi fallið á lyfjaprófi árið 2003 þegar hann lék með Texas Rangers. En yfirvöld sögðu að á þeim tíma hafi lyfjaprófin verið nafnlaus og bæru enga refsingu í för með sér. Yfirvöld í íþróttinni segja að þökk sé þessum lyfjaprófunum árið 2003 hafi verið komið á fót formlegum lyfjaprófunum árið 2004. Í dag sé engin íþrótt sem taki jafn hart á þeim málum og bandarískur hafnarbolti. Fullyrt var í Sports Illustrated að 104 leikmenn hafi fallið á lyfjaprófinu árið 2003. Rodriguez játaði að hafa tekið stera í tvö ár en að hann gerði það ekki lengur. Hann kom til Texas Rangers árið 2001 og sagðist hafa tekið ólögleg lyf til ársins 2003. „Þegar ég kom til Texas fann ég fyrir miklum þrýstingi að standa mig vel. Mér fannst ég bera heiminn á herðum mér og að ég yrði að standa mig vel á hverjum einasta degi," sagði Rodriguez í löngu sjónvarpsviðtali við ESPN-sjónvarpsstöðina sem má sjá í heild sinni hér. „Á þessum tíma ríkti önnur og öðruvísi menning í íþróttinni. Þetta var allt frekar laust í reipunum. Ég var ungur, heimskur og barnalegur. Ég vildi sanna fyrir öllum að ég gæti orðið einn sá besti í sögu íþróttarinnar. Ég tók ólögleg lyf og harma það mjög." Hann sagði síðar í viðtalinu að hann viti einfaldlega ekki nákvæmlega hvaða efni hann hafi tekið. Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, er mikill íþróttaáhugamaður og sagði einnig í sjónvarpsviðtali að hann væri mjög hryggur vegna þessa fregna. „Mér finnst þetta afar óheppilegt því ég held að það séu margir leikmenn sem notuðu engin ólögleg efni," sagði Obama. Rodriguez var oft kallaður A-Rod af stuðningsmönnum sem margir hverjir kalla hann nú A-Fraud eða A-Roid. Það má einnig greina frá því að Rodriguez hefur verið sagður ástmaður tónlistarkonunnar Madonnu í fjölmiðlum en því neita þau reyndar bæði.
Erlendar Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Álftanes - Tindastóll | Heimamenn í harðindum en gestirnir á góðu skriði Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Njarðvík - Þór Þorlákshöfn | Vilja svara fyrir skellinn í síðustu umferð Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Dagskráin í dag: HM í pílu og Körfuboltakvöld Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sjá meira