Skilanefndin hótaði Bjarna Ármanns 11. desember 2009 18:29 Bjarni Ármannsson endurgreiddi rúmar sex hundruð milljónir til skilanefndar Glitnis eftir að nefndin hótaði að leita réttar síns gagnvart Bjarna fyrir dómi. Hæstaréttardómur í máli Vilhjálms Bjarnasonar gegn fyrrverandi stjórn Glitnis gaf skilanefndinni vopn sem hún notaði gegn Bjarna. Þær fregnir, að Bjarni Ármannsson hefði ákveðið að endurgreiða rúmar sex hundruð milljónir til skilanefndar Glitnis vegna sölu á hlutabréfum hans í bankanum, komu eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ýmsir veltu fyrir sér hvort Bjarni gerði þetta af einskærri góðmennsku en svarið við þeirri spurningu er nei. Ástæðan er sú að skilanefndin hótaði að leita réttar síns fyrir dómstólum og fá samningi þeim sem Bjarni gerði við fyrrverandi stjórn Glitnis um sölu á bréfum hans í bankanum á yfirverði rift. Þetta staðfesti Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, í samtali við fréttastofu. Hann segir að í nýföllnum hæstaréttardómi í máli Vilhjálms Bjarnasonar gegn fyrrverandi stjórn Glitnis, þar sem tekist var á um kaup bankans á hlutabréfum Bjarna, hafi komið skýrt fram að félagið sjálft gæti leitað réttar síns gagnvart skaðabóta- eða refsiábyrgð áðurnefnds gjörnings og því hafi skilanefndin ákveðið að sækja að Bjarna. Bjarni ákvað því að semja við skilanefndina og borga sex hundruð milljónir til þess að sleppa við dómsmálið. Tengdar fréttir Félag í eigu Bjarna krefst 130 milljóna úr búi Glitnis Sjávarsýn ehf., félag í eigu Bjarna Ármannssonar, gerir 129,5 milljóna króna kröfu í þrotabú Glitnis. Þetta kemur fram í kröfuskrá bankans sem birt var kröfuhöfum í nótt. Krafan fellur undir almennar kröfur. Bjarni var bankastjóri Glitnis til ársins 2007. 10. desember 2009 09:38 Heildarkröfur Bjarna rúmir fjórir milljarðar Félög í eigu Bjarna Ármannssonar, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, gera samtals 4,2 milljarða króna kröfu í þrotabú Glitnis. Í morgun sagði fréttastofa frá því að kröfur Bjarna næmu rúmum 200 milljónum en við nánari skoðun á kröfulýsingaskrá kom í ljós að þær eru mun hærri. 10. desember 2009 12:00 Glitnir og Bjarni Ármannsson semja um endurgreiðslur Glitnir banki og Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis banka, hafa gert samkomulag um endurgreiðslu yfirverðs í hlutabréfaviðskiptum hlutafélaga í eigu Bjarna við stjórn Glitnis banka við starfslok hans sem voru í apríl 2007. 10. desember 2009 15:40 Bjarni krefst samtals 210 milljóna úr þrotabúi Glitnis Bjarni Ármannsson krefst samtals 210 milljóna króna úr þrotabúi Glitnis banka, samkvæmt kröfuhafalista bankans sem fréttastofa hefur undir höndum. Kröfuna gerir Bjarni í gegnum tvö félög sín, 130 milljónir í gegnum Sjávarsýn ehf. og 80 milljónir í gegnum Landsýn ehf. Kröfurnar eru tilkomnar vegna skuldabréfa. 10. desember 2009 10:15 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Bjarni Ármannsson endurgreiddi rúmar sex hundruð milljónir til skilanefndar Glitnis eftir að nefndin hótaði að leita réttar síns gagnvart Bjarna fyrir dómi. Hæstaréttardómur í máli Vilhjálms Bjarnasonar gegn fyrrverandi stjórn Glitnis gaf skilanefndinni vopn sem hún notaði gegn Bjarna. Þær fregnir, að Bjarni Ármannsson hefði ákveðið að endurgreiða rúmar sex hundruð milljónir til skilanefndar Glitnis vegna sölu á hlutabréfum hans í bankanum, komu eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ýmsir veltu fyrir sér hvort Bjarni gerði þetta af einskærri góðmennsku en svarið við þeirri spurningu er nei. Ástæðan er sú að skilanefndin hótaði að leita réttar síns fyrir dómstólum og fá samningi þeim sem Bjarni gerði við fyrrverandi stjórn Glitnis um sölu á bréfum hans í bankanum á yfirverði rift. Þetta staðfesti Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, í samtali við fréttastofu. Hann segir að í nýföllnum hæstaréttardómi í máli Vilhjálms Bjarnasonar gegn fyrrverandi stjórn Glitnis, þar sem tekist var á um kaup bankans á hlutabréfum Bjarna, hafi komið skýrt fram að félagið sjálft gæti leitað réttar síns gagnvart skaðabóta- eða refsiábyrgð áðurnefnds gjörnings og því hafi skilanefndin ákveðið að sækja að Bjarna. Bjarni ákvað því að semja við skilanefndina og borga sex hundruð milljónir til þess að sleppa við dómsmálið.
Tengdar fréttir Félag í eigu Bjarna krefst 130 milljóna úr búi Glitnis Sjávarsýn ehf., félag í eigu Bjarna Ármannssonar, gerir 129,5 milljóna króna kröfu í þrotabú Glitnis. Þetta kemur fram í kröfuskrá bankans sem birt var kröfuhöfum í nótt. Krafan fellur undir almennar kröfur. Bjarni var bankastjóri Glitnis til ársins 2007. 10. desember 2009 09:38 Heildarkröfur Bjarna rúmir fjórir milljarðar Félög í eigu Bjarna Ármannssonar, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, gera samtals 4,2 milljarða króna kröfu í þrotabú Glitnis. Í morgun sagði fréttastofa frá því að kröfur Bjarna næmu rúmum 200 milljónum en við nánari skoðun á kröfulýsingaskrá kom í ljós að þær eru mun hærri. 10. desember 2009 12:00 Glitnir og Bjarni Ármannsson semja um endurgreiðslur Glitnir banki og Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis banka, hafa gert samkomulag um endurgreiðslu yfirverðs í hlutabréfaviðskiptum hlutafélaga í eigu Bjarna við stjórn Glitnis banka við starfslok hans sem voru í apríl 2007. 10. desember 2009 15:40 Bjarni krefst samtals 210 milljóna úr þrotabúi Glitnis Bjarni Ármannsson krefst samtals 210 milljóna króna úr þrotabúi Glitnis banka, samkvæmt kröfuhafalista bankans sem fréttastofa hefur undir höndum. Kröfuna gerir Bjarni í gegnum tvö félög sín, 130 milljónir í gegnum Sjávarsýn ehf. og 80 milljónir í gegnum Landsýn ehf. Kröfurnar eru tilkomnar vegna skuldabréfa. 10. desember 2009 10:15 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Félag í eigu Bjarna krefst 130 milljóna úr búi Glitnis Sjávarsýn ehf., félag í eigu Bjarna Ármannssonar, gerir 129,5 milljóna króna kröfu í þrotabú Glitnis. Þetta kemur fram í kröfuskrá bankans sem birt var kröfuhöfum í nótt. Krafan fellur undir almennar kröfur. Bjarni var bankastjóri Glitnis til ársins 2007. 10. desember 2009 09:38
Heildarkröfur Bjarna rúmir fjórir milljarðar Félög í eigu Bjarna Ármannssonar, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, gera samtals 4,2 milljarða króna kröfu í þrotabú Glitnis. Í morgun sagði fréttastofa frá því að kröfur Bjarna næmu rúmum 200 milljónum en við nánari skoðun á kröfulýsingaskrá kom í ljós að þær eru mun hærri. 10. desember 2009 12:00
Glitnir og Bjarni Ármannsson semja um endurgreiðslur Glitnir banki og Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis banka, hafa gert samkomulag um endurgreiðslu yfirverðs í hlutabréfaviðskiptum hlutafélaga í eigu Bjarna við stjórn Glitnis banka við starfslok hans sem voru í apríl 2007. 10. desember 2009 15:40
Bjarni krefst samtals 210 milljóna úr þrotabúi Glitnis Bjarni Ármannsson krefst samtals 210 milljóna króna úr þrotabúi Glitnis banka, samkvæmt kröfuhafalista bankans sem fréttastofa hefur undir höndum. Kröfuna gerir Bjarni í gegnum tvö félög sín, 130 milljónir í gegnum Sjávarsýn ehf. og 80 milljónir í gegnum Landsýn ehf. Kröfurnar eru tilkomnar vegna skuldabréfa. 10. desember 2009 10:15