Viðskipti innlent

Glitnir og Bjarni Ármannsson semja um endurgreiðslur

Glitnir banki og Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis banka, hafa gert samkomulag um endurgreiðslu yfirverðs í hlutabréfaviðskiptum hlutafélaga í eigu Bjarna við stjórn Glitnis banka við starfslok hans sem voru í apríl 2007.

 

Þetta segir í yfirlýsingu frá Glitni. Þar segir ennfremur að nýverið leitaði Glitnir banki eftir því við Bjarna að félög í hans eigu endurgreiddu yfirverð í hlutabréfaviðskiptunum auk samningsvaxta. Á það var fallist. Glitnir banki fagnar því að Bjarni telur það ábyrgð sína að verða við málaleitaninni sem leiddi til þessa samkomulags. Greiðslan nú nemur ríflega 650 milljónum króna.

 

Fyrir rúmu ári síðan endurgreiddi Bjarni starfslokasamning sinn að eigin frumkvæði og námu greiðslur til bankans þess vegna alls kr. 370 milljónir króna. Greiðslur Bjarna til bankans vegna starfsloka hans hafa því numið u.þ.b. 1.020 milljónum króna.

 

Um fullnaðaruppjör milli aðila er að ræða sem felur auk þessa í sér að félög Bjarna, sem eiga u.þ.b. 273 milljóna króna skuldabréfakröfur á bankann, falla frá greiðslukröfum á hendur bankanum. Ekki eru uppi aðrar kröfur Bjarna eða félaga hans á hendur bankanum.

Tengd skjölAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
5,75
11
3.998
SJOVA
2,5
3
14.200
KVIKA
2,22
16
226.078
BRIM
1,49
5
59.231
ARION
1,26
3
50.701

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
-2,97
7
62.426
HAGA
-2,04
4
115.400
EIK
-1,7
3
25.988
REGINN
-0,88
7
127.901
MAREL
-0,87
4
649
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.