David Beckham, leikmaður AC Milan, er þess fullviss að Brasilíumaðurinn Kaka verði áfram í herbúðum félagsins þrátt fyrir risatilboð Manchester City.
Kaka og Beckham voru báðir í byrjunarliði Milan sem vann 1-0 sigur á Fiorentina í gærkvöldi í ítölsku úrvalsdeildinni.
„Öll félög í heimi myndu vilja hafa Ricardo í sínum röðum," sagði Beckham og átti þar við Kaka. „Ekki bara vegna þess að hann er frábær leikmaður heldur einstaklega viðkunnalegur maður. Við viljum allir að hann verði áfram og ég held að það verði raunin. Hann elskar Milan og elskar að búa hérna."
Hann sagði enn fremur að þeir hefðu ekki rætt neitt um lífið í Englandi heldur aðeins leikinn sem var framundan í gær.
Beckham viss um að Kaka verði áfram
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu
Íslenski boltinn


Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti


Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn
