Sigmundur Davíð: Stjórnin heldur upplýsingum leyndum 24. apríl 2009 18:31 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur að ríkisstjórnin haldi vísvitandi upplýsingum um raunverulega stöðu íslensks efnahagslífs leyndum fyrir kjósendum. Hann segir það með ólíkindum að fjármálaráðherra hafi ekki séð skýrslu Oliver Wyman. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur ljóst að mjög lítil verðmæti verði eftir í bönkunum og vísar í minnisblað sem hann hefur séð úr skýrslu Oliver Wyman um verðmat á bönkunum. Þar komi fram að bankarnir þurfi að afskrifa gríðarlega mikið af kröfum á íslenskt atvinnulíf sem muni fela í sér algjört hrun íslenska efnahagskerfisins. Kjósendur verði að fá heildarmyndina til að taka upplýstar ákvarðanir. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist ekki vita hvaða upplýsinga Sigmundur Davíð er að vísa til. Steingrímur segir að það sé gífurlegur ábyrgðarhluti hjá Sigmundi Davíð að fullyrða um stöðu bankanna með þessum hætti. Hann hefur ekki séð skýrsluna. Í svari við fyrirspurn fréttastofunnar til Fjármálaeftirlitsins kemur fram að óvíst sé til hvaða talna Sigmundur Davíð sé að vísa. Miðað við þær tölur sem nú liggja fyrir standist staðhæfingar hans ekki. Mikil leynd hefur hvílt yfir skýrslunum og hefur samningsaðilum einum verið veittur aðgangur að þeim til að gæta jafnræðis meðal þeirra. Sigmundur vill ekki gefa það upp hvaðan hann fær upplýsingarnar. „Mér finnst með ólíkingum ef fjármálaráðherra hefur ekki séð þetta," segir Sigmundur. Hann segir að það sé ríkisstjórnarinnar að birta þetta plagg. Sigmundur telur að ríkisstjórnin sé vísvitandi halda upplýsingum um raunverulega stöðu efnahagslífsins. Hann ályktar að stjórnin vilji ekki fara í gegnum kosningar áður en þessar upplýsingar komi fram. Fjallað var um málið í formannaþættinum Hvernig á að bjarga Íslandi þegar þetta mál var rætt. Þátturinn var tekinn upp fyrr í dag og verður sýndur strax að loknum fréttum. Kosningar 2009 Tengdar fréttir FME: Staðhæfingar Sigmundar standast ekki Staðhæfingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, um að í verðmati á bönkunum komi fram að aðeins muni innheimtast 2000 en ekki 3000 milljarðar af útistandandi skuldum bankanna standast ekki. Þetta kemur fram í svari Fjármálaeftirlitsins til fréttastofu. 24. apríl 2009 17:58 Ábyrgðarhluti hjá Sigmundi að fullyrða með þessum hætti Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist ekki hafa séð þau gögn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísaði til í gær um eignastöðu bankanna. Hann segir að það sé gífurlegur ábyrgðarhluti hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, 24. apríl 2009 11:16 Sigmundur telur allsherjarhrun framundan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að hér sé að hefjast fullkomið kerfishrun og allsherjarhrun íslensks efnahagslífs. Hann vill að ríkisstjórnin birti mat endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte og matsfyrirtækisins Oliver Wyman fyrir kosningar. 23. apríl 2009 19:43 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur að ríkisstjórnin haldi vísvitandi upplýsingum um raunverulega stöðu íslensks efnahagslífs leyndum fyrir kjósendum. Hann segir það með ólíkindum að fjármálaráðherra hafi ekki séð skýrslu Oliver Wyman. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur ljóst að mjög lítil verðmæti verði eftir í bönkunum og vísar í minnisblað sem hann hefur séð úr skýrslu Oliver Wyman um verðmat á bönkunum. Þar komi fram að bankarnir þurfi að afskrifa gríðarlega mikið af kröfum á íslenskt atvinnulíf sem muni fela í sér algjört hrun íslenska efnahagskerfisins. Kjósendur verði að fá heildarmyndina til að taka upplýstar ákvarðanir. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist ekki vita hvaða upplýsinga Sigmundur Davíð er að vísa til. Steingrímur segir að það sé gífurlegur ábyrgðarhluti hjá Sigmundi Davíð að fullyrða um stöðu bankanna með þessum hætti. Hann hefur ekki séð skýrsluna. Í svari við fyrirspurn fréttastofunnar til Fjármálaeftirlitsins kemur fram að óvíst sé til hvaða talna Sigmundur Davíð sé að vísa. Miðað við þær tölur sem nú liggja fyrir standist staðhæfingar hans ekki. Mikil leynd hefur hvílt yfir skýrslunum og hefur samningsaðilum einum verið veittur aðgangur að þeim til að gæta jafnræðis meðal þeirra. Sigmundur vill ekki gefa það upp hvaðan hann fær upplýsingarnar. „Mér finnst með ólíkingum ef fjármálaráðherra hefur ekki séð þetta," segir Sigmundur. Hann segir að það sé ríkisstjórnarinnar að birta þetta plagg. Sigmundur telur að ríkisstjórnin sé vísvitandi halda upplýsingum um raunverulega stöðu efnahagslífsins. Hann ályktar að stjórnin vilji ekki fara í gegnum kosningar áður en þessar upplýsingar komi fram. Fjallað var um málið í formannaþættinum Hvernig á að bjarga Íslandi þegar þetta mál var rætt. Þátturinn var tekinn upp fyrr í dag og verður sýndur strax að loknum fréttum.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir FME: Staðhæfingar Sigmundar standast ekki Staðhæfingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, um að í verðmati á bönkunum komi fram að aðeins muni innheimtast 2000 en ekki 3000 milljarðar af útistandandi skuldum bankanna standast ekki. Þetta kemur fram í svari Fjármálaeftirlitsins til fréttastofu. 24. apríl 2009 17:58 Ábyrgðarhluti hjá Sigmundi að fullyrða með þessum hætti Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist ekki hafa séð þau gögn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísaði til í gær um eignastöðu bankanna. Hann segir að það sé gífurlegur ábyrgðarhluti hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, 24. apríl 2009 11:16 Sigmundur telur allsherjarhrun framundan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að hér sé að hefjast fullkomið kerfishrun og allsherjarhrun íslensks efnahagslífs. Hann vill að ríkisstjórnin birti mat endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte og matsfyrirtækisins Oliver Wyman fyrir kosningar. 23. apríl 2009 19:43 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
FME: Staðhæfingar Sigmundar standast ekki Staðhæfingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, um að í verðmati á bönkunum komi fram að aðeins muni innheimtast 2000 en ekki 3000 milljarðar af útistandandi skuldum bankanna standast ekki. Þetta kemur fram í svari Fjármálaeftirlitsins til fréttastofu. 24. apríl 2009 17:58
Ábyrgðarhluti hjá Sigmundi að fullyrða með þessum hætti Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist ekki hafa séð þau gögn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísaði til í gær um eignastöðu bankanna. Hann segir að það sé gífurlegur ábyrgðarhluti hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, 24. apríl 2009 11:16
Sigmundur telur allsherjarhrun framundan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að hér sé að hefjast fullkomið kerfishrun og allsherjarhrun íslensks efnahagslífs. Hann vill að ríkisstjórnin birti mat endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte og matsfyrirtækisins Oliver Wyman fyrir kosningar. 23. apríl 2009 19:43