Innlent

Ábyrgðarhluti hjá Sigmundi að fullyrða með þessum hætti

Steingrímur J. Sigfússon segir það gífurlegan ábyrgðahluta að fullyrða með þeim hætti sem formaður Framsóknarflokksins gerði í gær. Mynd/ Pjetur.
Steingrímur J. Sigfússon segir það gífurlegan ábyrgðahluta að fullyrða með þeim hætti sem formaður Framsóknarflokksins gerði í gær. Mynd/ Pjetur.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist ekki hafa séð þau gögn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísaði til í gær um eignastöðu bankanna. Hann segir að það sé gífurlegur ábyrgðarhluti hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, að fullyrða um stöðu bankanna með þeim hætti sem hann gerði í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í gær, nema að leggja fram gögn sem styðji mál hans.

Í kvöldfréttunum sagði Sigmundur Davíð að í minnisblaði um verðmat á bönkunum kæmi fram að aðeins muni innheimtast 2000 en ekki 3000 milljarðar af útistandandi skuldum bankanna. Sigmundur sagði að annað kerfishrun blasti við ef ekki yrði brugðist við.

Steingrímur sagði við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í morgun að ástæðan fyrir því að ekki væri búið að upplýsa um efni skýrslunnar væri sú að enn væri eftir að kynna kröfuhöfum bankanna efni hennar. Hann segir að það hafi verið löngu búið að ákveða með hvaða hætti efni skýrslunnar yrði kynnt.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×