Vissi ekki að Baugur var með Miðfjarðará á leigu 20. ágúst 2008 12:41 Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, segist ekki hafa haft hugmynd um að Baugur hafi verið með Miðfjarðará á leigu þegar hann fór þangað í laxveiði í ágúst í fyrra. „Ég hef aldrei farið í boði neins fyrirtækis í veiði, aldrei," segir Guðlaugur í samtali við Vísi. Hann segir að Haukur Leósson, þáverandi stjórnarformaður Orkuveitunnar, hafi boðið sér í ferðina. „Ég gerði síðan upp við Hauk," segir Guðlaugur Þór. Björn Ingi Hrafnsson, þáverandi varaformaður stjórnar Orkuveitunnar og REI, var í sömu ferð. Hann segist heldur ekki hafa vitað af því að Baugur hafi verið leigutaki árinnar þessa helgi. Haukur Leósson hafi boðið honum og konu sinni í ferðina með skömmum fyrirvara. Björn Ingi segir að Haukur hafi greitt fyrir sig ferðina. Þess má geta að þriggja daga veiðiferð í Miðfjarðará kostar um 550 þúsund krónur með uppihaldi. Haukur Leósson segir í samtali við Vísi að hann hafi boðið Guðlaugi, Birni Inga og Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni í veiðiferðina. Hann segir að Stefán H. Hilmarsson, fjármálastjóri Baugs, sé gamall samstarfsmaður sinn og að þeir séu í hópi fyrrverandi vinnufélaga sem fari árlega í veiði saman. Að sögn Hauks losnuðu nokkur sæti í ferðinni og því hafi Haukur boðið Guðlaugi, Vilhjálmi og Birni Inga með.Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson staðfestir að hann hafi þegið boð Hauks Leóssonar í ferðina. Hann segir þá hafa verið vini í nokkra áratugi og þessvegna hafi hann ákveðið að þiggja boðið. Aðspurður hvort málefni REI og GGE hafi verið rædd í ferðinni segir hann svo ekki vera. Tengdar fréttir Stórlaxar veiddu í boði Baugs við upphaf REI máls Skömmu áður en vinna við fyrirhugaðan samruna Reykjavík Energy Invest (REI) og Geysi Green Energy (GGE) hófst fóru helstu áhrifamenn Orkuveitu Reykjavíkur ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni heilbrigðisráðherra í laxveiði í boði Baugs. 20. ágúst 2008 11:32 Þriggja daga veiði í Miðfjarðará kostar hálfa milljón Miðfjarðará við Laugabakka er um 200 km frá Reykjavík en hún er 113 km löng með yfir tvö hundruð merktum veiðistöðum. Áin er af mörgum talin fallegust áa hér á landi en veiðisvæðið samanstendur af fjórum ám. Dagurinn í Miðfjarðará kostar um 150 þúsund krónur með gistingu í glæsilegu veiðihúsi og fæði. 20. ágúst 2008 12:56 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, segist ekki hafa haft hugmynd um að Baugur hafi verið með Miðfjarðará á leigu þegar hann fór þangað í laxveiði í ágúst í fyrra. „Ég hef aldrei farið í boði neins fyrirtækis í veiði, aldrei," segir Guðlaugur í samtali við Vísi. Hann segir að Haukur Leósson, þáverandi stjórnarformaður Orkuveitunnar, hafi boðið sér í ferðina. „Ég gerði síðan upp við Hauk," segir Guðlaugur Þór. Björn Ingi Hrafnsson, þáverandi varaformaður stjórnar Orkuveitunnar og REI, var í sömu ferð. Hann segist heldur ekki hafa vitað af því að Baugur hafi verið leigutaki árinnar þessa helgi. Haukur Leósson hafi boðið honum og konu sinni í ferðina með skömmum fyrirvara. Björn Ingi segir að Haukur hafi greitt fyrir sig ferðina. Þess má geta að þriggja daga veiðiferð í Miðfjarðará kostar um 550 þúsund krónur með uppihaldi. Haukur Leósson segir í samtali við Vísi að hann hafi boðið Guðlaugi, Birni Inga og Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni í veiðiferðina. Hann segir að Stefán H. Hilmarsson, fjármálastjóri Baugs, sé gamall samstarfsmaður sinn og að þeir séu í hópi fyrrverandi vinnufélaga sem fari árlega í veiði saman. Að sögn Hauks losnuðu nokkur sæti í ferðinni og því hafi Haukur boðið Guðlaugi, Vilhjálmi og Birni Inga með.Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson staðfestir að hann hafi þegið boð Hauks Leóssonar í ferðina. Hann segir þá hafa verið vini í nokkra áratugi og þessvegna hafi hann ákveðið að þiggja boðið. Aðspurður hvort málefni REI og GGE hafi verið rædd í ferðinni segir hann svo ekki vera.
Tengdar fréttir Stórlaxar veiddu í boði Baugs við upphaf REI máls Skömmu áður en vinna við fyrirhugaðan samruna Reykjavík Energy Invest (REI) og Geysi Green Energy (GGE) hófst fóru helstu áhrifamenn Orkuveitu Reykjavíkur ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni heilbrigðisráðherra í laxveiði í boði Baugs. 20. ágúst 2008 11:32 Þriggja daga veiði í Miðfjarðará kostar hálfa milljón Miðfjarðará við Laugabakka er um 200 km frá Reykjavík en hún er 113 km löng með yfir tvö hundruð merktum veiðistöðum. Áin er af mörgum talin fallegust áa hér á landi en veiðisvæðið samanstendur af fjórum ám. Dagurinn í Miðfjarðará kostar um 150 þúsund krónur með gistingu í glæsilegu veiðihúsi og fæði. 20. ágúst 2008 12:56 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Stórlaxar veiddu í boði Baugs við upphaf REI máls Skömmu áður en vinna við fyrirhugaðan samruna Reykjavík Energy Invest (REI) og Geysi Green Energy (GGE) hófst fóru helstu áhrifamenn Orkuveitu Reykjavíkur ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni heilbrigðisráðherra í laxveiði í boði Baugs. 20. ágúst 2008 11:32
Þriggja daga veiði í Miðfjarðará kostar hálfa milljón Miðfjarðará við Laugabakka er um 200 km frá Reykjavík en hún er 113 km löng með yfir tvö hundruð merktum veiðistöðum. Áin er af mörgum talin fallegust áa hér á landi en veiðisvæðið samanstendur af fjórum ám. Dagurinn í Miðfjarðará kostar um 150 þúsund krónur með gistingu í glæsilegu veiðihúsi og fæði. 20. ágúst 2008 12:56