Innlent

Segir ráðherrum Samfylkingarinnar éttann sjálfur

Sigmundur Ernir Rúnarsson stjórnandi þáttarins Mannamál er lítt hrifinn af ráðherrum Samfylkingarinnar þessa daga. Sendir hann þeim tóninn á bloggi sínu og segir þeim að "éttan sjálfur" að sið Steingríms J.

"Ráðherrar Samfylkingarinnar kjósa þögnina þessa dagana. Fréttaviðtalsþættir Stöðvar 2 hafa reynt að fá Össur Skarphéinsson í viðtal í fimm vikur … án árangurs," bloggar Sigmundur Ernir.

"Reynt hefur verið við Jóhönnu Sigurðardóttur í þrjár vikur … án árangurs. Sömuleiðis Þórunni Sveinbjarnadóttur. Mannamál hefur staðið Ingibjörgu Sólrúnu opið í fimm vikur … án árangurs - og ekki einu sinni hefur borist svar frá aðstoðarmanni. Sömuleiðis hefur Björgvin G. Sigurðsson neitað komu í Mannamál í álíka tíma.

Þetta er fólkið sem þráfaldlega segist þurfa að upplýsa þjóðina betur.

Ég segi eins og Steingrímur Joð: Éttann sjálfur …"





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×