Stofnandi Saving Iceland sýknaður af eignaspjöllum á löggubíl 14. maí 2008 14:43 Ólafur Páll við héraðsdóm þegar málið var tekið fyrir í apríl. MYND/Stöð 2 Héraðsdómur Austurlands hefur sýknað stofnanda Saving Iceland, Ólaf Pál Sigurðsson, af ákæru um eignarspjöll við Kárahnjúka í júli árið 2006. Ólafi Páli var gefið að sök að hafa lamið nokkur hnefahögg í vélarhlíf lögreglubifreiðar með þeim afleiðingum að hún beyglaðist. Atvik málsins voru þau að lögreglubifreið var ekið í átt að mótmælendum við Snæfell en vitnum ber ekki saman um hvort bílnum hafi viljandi verið ekið á nokkrum hraða á Ólaf Pál, eins og hann heldur fram, eða hvort hann hafi lamið á vélarhlíf bílsins og með því valdið skemmdum á bifreiðinni. Um var að ræða bílaleigubíl sem ríkislögreglustjóri hafði tekið á leigu hjá Bílaleigu Akureyrar. Fór ríkislögreglustjóri fram á bætur fyrir viðgerðina á bílnum, samtals rúmlega 90 þúsund krónur Í dómnum segir að í málinu hafi ekki verið lagðar fram ljósmyndir af skemmdum á bifreiðinni, sem samkvæmt framburði eins lögreglumannanna virðast þó hafa verið teknar af skemmdunum og afhentar þeim lögreglumanni sem annaðist rannsókn málsins.„Þá hefur ekki farið fram mat hlutlauss aðila á tjóni því, sem talið er að hafi orðið á bifreiðinni og þá virðist raunverulegur viðgerðarkostnaður ekki liggja fyrir. Í málinu verður ekki byggt á mati og samantekt eiganda bifreiðarinnar á ætluðu tjóni á henni, sem auk þess virðist hafa farið fram tveimur mánuðum eftir að atvik málsins áttu sér stað," segir einnig í dómnum.Þá segir í dómnum að framburður fjögurra lögreglumanna um að vélarhlíf bifreiðarinnar hafi dældast eftir högg Ólafs sé ekki fullnægjandi sönnun um að spjöll hafi verið unnin á bifreiðinni enda fái framburður þeirra ekki stuðning í skjallegum sönnunargögnum, svo sem mati dómkvaddra matsmanna eða sundurliðuðum reikningi frá viðgerðarverkstæði, sem hæglega hefði mátt afla og leggja fram í málinu. Því sé ekki hafið yfir skynsamlegan vafa að Ólafur Páll hafi valdið tjóninu. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Héraðsdómur Austurlands hefur sýknað stofnanda Saving Iceland, Ólaf Pál Sigurðsson, af ákæru um eignarspjöll við Kárahnjúka í júli árið 2006. Ólafi Páli var gefið að sök að hafa lamið nokkur hnefahögg í vélarhlíf lögreglubifreiðar með þeim afleiðingum að hún beyglaðist. Atvik málsins voru þau að lögreglubifreið var ekið í átt að mótmælendum við Snæfell en vitnum ber ekki saman um hvort bílnum hafi viljandi verið ekið á nokkrum hraða á Ólaf Pál, eins og hann heldur fram, eða hvort hann hafi lamið á vélarhlíf bílsins og með því valdið skemmdum á bifreiðinni. Um var að ræða bílaleigubíl sem ríkislögreglustjóri hafði tekið á leigu hjá Bílaleigu Akureyrar. Fór ríkislögreglustjóri fram á bætur fyrir viðgerðina á bílnum, samtals rúmlega 90 þúsund krónur Í dómnum segir að í málinu hafi ekki verið lagðar fram ljósmyndir af skemmdum á bifreiðinni, sem samkvæmt framburði eins lögreglumannanna virðast þó hafa verið teknar af skemmdunum og afhentar þeim lögreglumanni sem annaðist rannsókn málsins.„Þá hefur ekki farið fram mat hlutlauss aðila á tjóni því, sem talið er að hafi orðið á bifreiðinni og þá virðist raunverulegur viðgerðarkostnaður ekki liggja fyrir. Í málinu verður ekki byggt á mati og samantekt eiganda bifreiðarinnar á ætluðu tjóni á henni, sem auk þess virðist hafa farið fram tveimur mánuðum eftir að atvik málsins áttu sér stað," segir einnig í dómnum.Þá segir í dómnum að framburður fjögurra lögreglumanna um að vélarhlíf bifreiðarinnar hafi dældast eftir högg Ólafs sé ekki fullnægjandi sönnun um að spjöll hafi verið unnin á bifreiðinni enda fái framburður þeirra ekki stuðning í skjallegum sönnunargögnum, svo sem mati dómkvaddra matsmanna eða sundurliðuðum reikningi frá viðgerðarverkstæði, sem hæglega hefði mátt afla og leggja fram í málinu. Því sé ekki hafið yfir skynsamlegan vafa að Ólafur Páll hafi valdið tjóninu.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira