Innlent

Hægt að spara milljónir með að grafa á minna dýpi

MYND/Pjetur

Niðurstöður rannsóknaborana benda til þess að unnt verði að grafa ný Hvalfjarðargöng á minna dýpi en núverandi göng. Með því gætu hundruð milljóna króna sparast.

Á hverju degi fara fimm þúsund og fimm hundruð bílar um Hvalfjarðargöngin en umferð um göngin hefur aukist mikið síðustu árin. Forsvarsmenn Spalar telja að stækka þurfi Hvalfjarðargöngin fyrir árið 2014 því þá verði umferð um þau orðin það þung um göngin að erfitt verði fyrir þau að anna henni.

Þrátt fyrir að forsvarsmenn Spalar telji stækka þurfi Hvalfjarðargögnin þá hefur ekki nein ákvörðun verið tekin um stækkun ganganna. Hins vegar er ljóst að ef göngin verða stækkuð verður það gert með því að grafa göng samsíða þeim sem nú eru og í nýju göngunum yrði einstefna í norðurátt en suðurátt í núverandi göngum.

Í byrjun febrúar hófust tilraunaboranir inni í Hvalfjarðargöngunum en með þeim er verið að kanna hvort hægt sé að bora ný göng á minna dýpi en þau sem nú eru. Boranirnar hafa gengið vel en alls hafa fjórar holur verið boraðar á tveimur svæðum. Niðurstöður rannsóknaborananna sýna að ef Hvalfjarðargöngin verða stækkuð og ný gögn grafin þá verði hægt að grafa nýju göngin grynnra en þau sem nú eru. Með því gætu hundruð milljóna króna sparast svo sem í kostnaði við byggingu og í bensínkostnaði fyrir almenning.

Gögnin hafa verið opin allan tímann meðan að rannsóknarboranirnar hafa farið fram en nokkur skortur á því að ökumenn hafi sýnt þeim þar vinna tillitsemi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×