Innlent

Mjólka og MS í samstarf um að safna mjólk

MYND/GVA

Mjólka og Auðhumla, móðurfélag Mjólkursamsölunnar, hafa komist að samkomulagi um að Auðhumla muni héðan í frá safna mjólk frá mjólkurframleiðendum fyrir bæði félögin.

Í tilkynningu vegna málsins segir að umtalsverðar hækkanir hafi átt sér stað á eldsneyti, aðföngum og öðrum rekstarþáttum að undanförnu og það sé mjög íþyngjandi allri landbúnaðarstarfsemi. Með þessari ákvörðun njóti bæði félögin ávinnings af betri nýtingu flutningstækja og lægri kostnaði við að koma mjólk frá mjólkurframleiðendum til vinnslustöðva.

Mjólkursamsalan mun safna mjólkinni fyrir bæði félögin sem áfram munu keppa á vörumarkaði, hvort með sínar afurðir og sérstöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×