Tilfinningaþrungin stund fyrir Grant og Lampard 30. apríl 2008 22:22 Grant kraup á kné til að minnast afa síns á helfarardaginn NordcPhotos/GettyImages Avram Grant, stjóri Chelsea, lét tilfinningum sínum lausan tauminn í kvöld þegar hann náði að gera nokkuð sem Jose Mourinho tókst aldrei - að koma Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Sjónvarpsmenn Sky spurðu Grant strax eftir leik hvort þetta þýddi að Chelsea væri komið með annan "Special One" (sá einstaki) í stjórastólinn og vísuðu í nafnið sem Jose Mourinho gaf sjálfum sér þegar hann tók við liðinu. "Það er bara einn Special One," sagði Grant í léttum dúr. "Ég er mjög, mjög ánægður að sjálfssögðu. Það er alltaf frábært þegar maður getur skrifað nýja kafla í söguna, sérstaklega hér á Englandi - og hjá Chelsea. Þetta hefur verið frábært í ár. Ég hafði betur gegn frábæru liði Rafa og þú verður að vera mjög klókur á móti honum ef þú ætlar að vinna. Okkur tókst það og því er ég ánægður," sagði Grant, en hann er gyðingur og því var dagurinn í dag honum sérstakur. Í dag er árlegur dagur helfararinnar, dagur þar sem gyðingar minnast þeirra sem féllu í helförinni í stríðinu. Grant féll á hnén eftir leikinn í geðshræringu. "Ég var að sjá þetta í sjónvarpinu aftur og verð að segja að þetta var dálítið hallærislegt," sagði Grant í léttum dúr, en bætti við; "Í dag er helfarardagurinn og ég átti afa sem féll í helförinni og var því að minnast hans. Þetta var tilfinningaþrungið augnablik fyrir mig," sagði Grant. Hann var ekki sá eini sem átti tilfinningaþrunginn dag, því Frank Lampard skoraði til minningar um móður sína sem lést á dögunum. "Frank var einn af okkar bestu mönnum í dag og gaf allt sem hann átti. Það sýnir hve mikla virðingu hann ber fyrir liðinu að hann skuli hafa átt slíka frammistöðu og ég er eiginlega orðlaus," sagði Grant. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Fleiri fréttir Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Sjá meira
Avram Grant, stjóri Chelsea, lét tilfinningum sínum lausan tauminn í kvöld þegar hann náði að gera nokkuð sem Jose Mourinho tókst aldrei - að koma Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Sjónvarpsmenn Sky spurðu Grant strax eftir leik hvort þetta þýddi að Chelsea væri komið með annan "Special One" (sá einstaki) í stjórastólinn og vísuðu í nafnið sem Jose Mourinho gaf sjálfum sér þegar hann tók við liðinu. "Það er bara einn Special One," sagði Grant í léttum dúr. "Ég er mjög, mjög ánægður að sjálfssögðu. Það er alltaf frábært þegar maður getur skrifað nýja kafla í söguna, sérstaklega hér á Englandi - og hjá Chelsea. Þetta hefur verið frábært í ár. Ég hafði betur gegn frábæru liði Rafa og þú verður að vera mjög klókur á móti honum ef þú ætlar að vinna. Okkur tókst það og því er ég ánægður," sagði Grant, en hann er gyðingur og því var dagurinn í dag honum sérstakur. Í dag er árlegur dagur helfararinnar, dagur þar sem gyðingar minnast þeirra sem féllu í helförinni í stríðinu. Grant féll á hnén eftir leikinn í geðshræringu. "Ég var að sjá þetta í sjónvarpinu aftur og verð að segja að þetta var dálítið hallærislegt," sagði Grant í léttum dúr, en bætti við; "Í dag er helfarardagurinn og ég átti afa sem féll í helförinni og var því að minnast hans. Þetta var tilfinningaþrungið augnablik fyrir mig," sagði Grant. Hann var ekki sá eini sem átti tilfinningaþrunginn dag, því Frank Lampard skoraði til minningar um móður sína sem lést á dögunum. "Frank var einn af okkar bestu mönnum í dag og gaf allt sem hann átti. Það sýnir hve mikla virðingu hann ber fyrir liðinu að hann skuli hafa átt slíka frammistöðu og ég er eiginlega orðlaus," sagði Grant.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Fleiri fréttir Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Sjá meira