Enski boltinn

Chelsea og Newcastle á eftir Henry

NordcPhotos/GettyImages

Spænska blaðið Sport heldur því fram í dag að enska félagið Chelsea hafi ítrekað sett sig í samband við Barcelona með það fyrir augum að kaupa framherjann Thierry Henry í sumar.

Blaðið segir að Henry vilji af persónulegum ástæðum flytja aftur til Lundúna, en honum hefur ekki tekist að slá í gegn með Katalóníuliðinu síðan hann kom þangað frá Arsenal.

Þá hefur Kevin Keegan hjá Newcastle þegar lýst því yfir að hann hafi áhuga á franska markaskoraranum.

"Ég væri til í að ná Thierry Henry aftur til Englands. Hann er besti leikmaður sem ég hef séð í ensku úrvalsdeildinni," sagði Keegan í útvarpsviðtali.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×