Innlent

Tjón í miðbæjarbruna um 132 milljónir

MYND/Frikki

Tjónið í brunanum í miðbæ Reykjavíkur í fyrravor nam rúmum 132 milljónum króna samkvæmt því sem fram kemur í nýrri skýrslu Brunamálastofnunar.

Þar segir að samkvæmt upplýsingum Fasteignamats ríkisins var heildarbrunabótamat Lækjargötu 2 um 102 milljónir króna en mat Austurstrætis 22 var um 81 milljón.

Miklar skemmdir urðu á um þriðjungi byggingarinnar að Lækjargötu 2 og er talið að helmingur þeirrar byggingar hafi orðið fyrir svokölluðu altjóni. Er tjónið því metið um 51 milljón.

Austurstræti 22 varð fyrir altjóni á rishjæð en skemmdir yrðu ekki miklar á neðri hæð nema vegna vatns. Samt megi teLja að tjón hafi verið hundrað prósent á Austurstræti 22 sem þýði að tjónið nemi 81 milljón. Samanlagt gerir þetta því 132 milljónir króna.

„Hefði öll brunahólfun í húsunum verið með þeim hætti sem byggingarreglugerð gerir ráð fyrir og sé gengið út frá því að eldsupptökin hafi verið í Fröken Reykjavík má telja víst að óverulegt tjón hefði orðið nema í því brunhólfi sem eldurinn kom upp í þ.e. Fröken Reykjavík," segir í skýrslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×