Innlent

Jagiela sá sjötti í gæsluvarðhald

Tomazs Jagiela
Tomazs Jagiela

Klukkan 9 í morgun var Tomazs Jagiela leiddur fyrir dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur en þar var tekinn fyrir krafa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að Jagiela yrði úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald.

Dómurinn féllst á kröfuna og verður Jagiela þar með sjötti maðurinn sem úrksurðaður er í gæsluvarðhald vegna árásarinnar í Keilufelli um helgina.

Sexmenningarnir eru grunaðir um að hafa ráðist á sjö Pólverja vopnaðir steypustyrktarjárnum, rötbútum og gaddakylfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×