Innlent

Haraldar undirrita landsáætlun vegna fuglaflensuviðbragða

Haraldur Briem sóttvarnalæknir
Haraldur Briem sóttvarnalæknir

Haraldur Briem sóttvarnalæknir og Haraldur Jóhannessen ríkislögreglustjóri undirrita á morgun landsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu.

Fram kemu í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra að landsáætlunin verði síðan vistuð á vefsíðum almannavarna og Landlæknisembættisins en með undirrituninni er fyrsta áfanga verkefnisins lokið. Ráðist var í verkefnið vegna fregna af því að fuglaflensufaraldur gæti borist út um allan heim á næstu árum.

Fljótlega verður byrjað á öðrum áfanga verkefnisins sem er gerð svæðissáætlana í samvinnu við sóttvarnalækna umdæma og svæða, lögreglustjóra og fleiri. Eins verður Landsáætlunin þýdd yfir á ensku og sett á vef Sóttvarnastofnunar Evrópubandalagsins þar sem áætlanir um heimsfaraldur inflúensu verða vistaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×