Innlent

Tveggja mánaða fangelsi fyrir að tvíkjálkabrjóta mann

MYND/Valli

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás inni á bensínsafgreiðslustöð N1 við Ártúnsbrekku í Reykjavík í maí í fyrra.

Þar sló hann annan mann í andlitið með þeim afleiðingum að hann tvíkjálkabrotnaði og tönn losnaði. Þá var hann einnig dæmdur fyrir að hafa stolið tösku með fartölvu og fleira af hóteli í miðbænum.

Maðurinn játaði skýlaust brotin en hann á að baki nokkuð langan sakaferil og var tekið tillit til þess þegar refsing var ákveðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×