Innlent

Sjö teknir fyrir fíkniefnaakstur í og við Akranes í síðustu viku

Frá Akranesi.
Frá Akranesi. MYND/Hkr

Lögreglan á Akranesi hefur handtekið 26 menn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna það sem af er þessu ári, þar af voru sjö teknir í síðustu viku. Þá hafa níu verið teknir fyrir ölvunarakstur.

Til samanburðar má geta þess að allt árið í fyrra handtók lögreglan 47 fyrir fíkniefnaakstur og 42 fyrir ölvunarakstur. Þá voru 20 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Akranesi í síðustu viku og var sá sem hraðast ók á 121 kílómetra hraða á klukkustund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×