Innlent

Búist við þungri umferð

Búast má við þungri umferð á þjóðvegum í dag, einkum til Reykjavíkur, þegar tugþúsundir landsmanna snúa heim úr páskafríi. Mestur verður umferðarþunginn að líkum á Norðurlandsvegi og Vesturlandsvegi enda meðal annars margt skíðafólk af höfuðborgarsvæðinu sem lagði leið sína á helstu skíðasvæði Norðurlands.

Vegir á Vestur- og Norðurlandi eru greiðfærir og víðast hvar auðir, þó eru hálka og hálkublettir á heiðum, meðal annars á Öxnadalsheiði. Umferð verður væntanlega einnig mikil um Suðurlandsveg þegar sumarbústaðafólk snýr heim úr þéttsetnum orlofsbyggðum Suðurlands og þurfa ökumenn á þeirri leið að vara sig á hálkublettum á Hellisheiði, Sandskeiði, Þrengslum og víða á Suðurlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×