Innlent

Árásarmenn úrskurðaðir í þriggja vikna gæsluvarðhald

Mennirnir fjórir sem handteknir voru seinni partinn í gær vegna líkamsárásar í Keilufelli í Breiðholti hafa verið úrskurðaðir í þriggja vikna gæsluvarðhald.

Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, er ekki búið að handtaka fleiri menn vegna málsins en rannsókn er enn í fullum gangi. Árásin er talin vera mjög hrottaleg enda réðust 10-12 menn að sjö mönnum með bareflum og öxum.

Allir árásarþolarnir voru fluttir á sjúkrahús og liggur einn þungt haldinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×