Innlent

Skíðasvæði víða opin í dag

Það verður mikið um að vera í Bláfjöllum í dag. Mynd/ SG.
Það verður mikið um að vera í Bláfjöllum í dag. Mynd/ SG.

Í dag, páskadag, verður opið á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins frá klukkan 10 til 18. Séra Pálmi Matthíasson mun halda messu við Bláfjallaskála við undirsöng Jóhanns Friðriks Valdimarssonar og Grétu Hergils við undirspil Renödu Ivans. Að messu lokinni verður flutt tónlist frá sama stað.

Skíðasvæðið Tindastóls í Skagafirði verður opið frá 10 til 17 í dag og skíðasvæðið á Siglufirði verður einnig opið frá 10-17, sem og skíðasvæði Ísfirðinga.

Í Hlíðarfjalli er nú frábært veður og sólin að brjótast í gegn. Kl. 10 eru komnir um 1000 gestir og stefnir því í met dag í fjölda gesta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×