Innlent

Eldur í Sirkus

Eldur kviknaði í húsnæðinu þar sem skemmtistaðurinn Sirkus í Reykjavík var til staðar um klukkan þrjú í nótt og var slökkvilið kvatt á staðinn. Það tók um fimmtán mínútur að ná tökum eldinum. Einnig hafði heitavatnslögn farið í sundur í húsinu og telja slökkviliðsmenn að vatnið sem lak þaðan hafi hugsanlega haldið aftur af eldinum. Þá var kveikt í leikvelli við Smáraskóla eftir klukkan tíu í gærkvöld, en sá eldur mun hafa verið minniháttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×