Innlent

Ólöf Pétursdóttir dómstjóri er látin

Ólöf Pétursdóttir, dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness, lést 20.mars á Grensási, endurhæfingardeild LSH, sextug að aldri.

Ólöf var fædd í París 8. júlí 1948. Foreldrar hennar voru Marta Thors og Pétur Benediktsson, sendiherra og bankastjóri. Fjölskyldan flutti heim til Íslands árið 1956. Ólöf lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands 1969 og embættisprófi í lögfræði 1975.

Ólöf giftist Friðriki Pálssyni framkvæmdastjóra árið 1969. Dætur þeirra eru Marta María laganemi við Háskóla Íslands og Ingibjörg Guðný sem stundar nám við Verzlunarskóla Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×