Innlent

Dópaður á bifhjóli reyndi að flýja undan lögreglu

Lögreglan á Selfossi handtók mann á þrítugsaldri fyrir að aka bifhjóli undir áhrifum fíkniefna um kvöldmatarleytið í gær.

Maðurinn reyndi að stinga lögregluna af í fyrstu og var honum veitt eftirför í smá tíma áður en hann gafst upp og nam staðar. Við nánari eftirgrennslan lögreglu reyndist maðurinn réttindalaus á hjólinu auk þess sem hann var undir töluverðum áhrifum fíkniefna.

Hann var handtekinn og tekið var úr honum blóðsýni en sleppt að lokinni skýrslutöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×