Innlent

Skíðasvæðið í Bláfjöllum er lokað vegna hvassviðris

Skíðasvæðið í Bláfjöllum er lokað vegna hvassviðris. Búið var að boða tónleika þar eftir hádegið en að sögn framkvæmdastjóra svæðisins verður annaðhvort að fresta þeim fram á páskadag eða annan í páskum.

Fólki er þó bent á að fylgjast með heimasíðu Bláfjalla því ef veður skánar verður svæðið opnað. Opið er í Skálafelli þar sem vindurinn er heldur hægari. Skíðasvæði eru opin víðast hvar um landið.

Hæglætis veður er á Dalvík þar sem skíðasvæðið opnaði klukkan tíu og verður opið til fimm. Þar opnar síðan aftur í kvöld klukkan átta með dynjandi tónlist í fjallinu. Hlíðarfjall er opið en þar er skýjað og úrkomulaust.

Á Seljalandsdal á Ísafirði opnaði klukkan tíu og verður opið til fimm. Þar í bæ er margmenni vegna tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður, sem hófst í gær og lýkur í kvöld. Hátíðin fór vel fram í gær, að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×