Leigjandi fær ekki að flytja aftur inn í brunaíbúð 17. mars 2008 15:22 MYND/Stöð 2 Forsvarsmenn Félagsbústaða hafa ekki tekið ákvörðun um það hvort íbúð í fjölbýlishúsi að Hrafnhólum 6-8 þar sem eldur kom upp í gær verði seld. Formaður húsfélagsins hefur hins vegar fengið þau skilaboð frá félagsmálayfirvöldum borgarinnar að konan sem bjó í íbúðinni flytji ekki þangað aftur. Eins og fram kom í fréttum í gær leikur grunur á um að kveikt hafi verið í íbúðinni en hún er í eigu Félagsbústaða. Húsfélagið í blokkinni hefur farið fram á það að leigjendum verði vísað úr íbúðinni og hún seld þar sem óregla hafi verið á leigjendunum. Helga Kristín Sigurðardóttir, formaður Húsfélagsins að Hrafnhólum 6-8, segir að hún hafi fengið þær upplýsingar hjá félagsþjónustunni í morgun að umræddur leigjandi komi ekki aftur í íbúðina og „maður vonar að staðið verði við það." Helga bendir á að áður hafi verið vandræði með leigjendur í íbúðinni og segir það áframhaldandi kröfu húsfélagsins að íbúðin verði seld. Engin ákvörðun um hvort íbúð verði seld Birgir Ottósson, forstöðumaður þjónustudeildar Félagsbústaða, sagðist í samtali við Vísi vona íbúanna vegna að leigjandinn kæmi ekki aftur en sagði enga formlega ákvörðun hafa verið tekna um það hvort íbúðin yrði seld eins og aðrir íbúar í blokkinni vilja. Hann vildi lítið tjá sig um málið en sagði það til skoðunar hjá Félagsbústöðum. Aðspurður hvort atvik sem þessi væru algeng í íbúðum Félagsbústaða vísaði Birgir í viðtal sem Spegillinn á Ríkisútvarpinu átti við hann á föstudag. Þar kom fram að Félagsbústaðir eigi um 2000 íbúðir í Reykjavík og fengu 175 fjölskyldur í fyrra úthlutað félagslegu húsnæði. Tíu fjölskyldur bornar út á ári með dómi Birgir sagði aðspurður alltaf eitthvað um vandræði með umgengni og hegðun fólks í húsnæði Félagsbústaða. „Það er alltaf eitthvað um það en við höfum verið mjög ákveðnir í því að taka á þeim málum þegar við fáum kvartanir, tökum hart á þeim og erum mjög ábyrgir að okkar mati gagnvart okkar meðeigendum í húsum þar sem við eigum stakar íbúðir," segir Birgir. Fái stofnunin kvartanir sem eru byggðar á sönnunum sé send aðvörun og ef henni sé ekki sinnt sé send lokaaðvörun. Svo sé samningi rift og málinu fylgt eftir með aðstoð dómstóla með útburði. Hins vegar var bent á að velferðarsvið borgarinnar og Félagsbústaðir hefðu myndað viðbragðsteymi til þess að grípa inn í til að reyna að koma í veg fyrir útburð fólks. Um tíu fjölskyldur er bornar út úr íbúðum Félagsbústaða á ári með dómi en oft má rekja útburðinn til fíkniefnaneyslu og hegðunar því samfara. Birgir sagði í samtali við Spegilinn fíkniefnanotkun vaxandi áhyggjuefni hjá Félagsbústöðum. „Fólk missir alla ábyrgðartillfingu gagnvart nágrenni sínu og það er erfitt við að eiga. Jafnvel þótt það taki ekki langan tíma að rifta samningi viðkomandi þá getur tíminn sem fer frá því að riftun húsaleigussamnings á sér stað og þangað til viðkomandi er bókstaflega borinn út verið óþolandi langur fyrir nágranna sem þurfa að upplifa óþægilegar uppákomur, svefnlausar nætur kannski í tvo til þrjá mánuði sem er biðin eftir að fá viðkomandi borinn út," segir Birgir. Kaupa stakar íbúðir víða um borg Hann bendir jafnframt á að á síðustu árum hafi Félagsbústaðir selt heilu stigagangana sem þeir hafa átt og keypt staka íbúðir í staðinn víða um borgina. Þannig sé verið að fækka íbúðum í þeim hverfum þar sem álagið hafi verið mest af félagslegum íbúðum. Bendir hann á að Félagsbústaðir hafi selt 20 íbúðir í Fellunum í Breiðholti í fyrra og keypt íbúðir annars staðar. Stefnan sé að vera með stakar íbúðir en ekki heila stigaganga til þess að stuðla að fjölbreyttara mannlífi. Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Forsvarsmenn Félagsbústaða hafa ekki tekið ákvörðun um það hvort íbúð í fjölbýlishúsi að Hrafnhólum 6-8 þar sem eldur kom upp í gær verði seld. Formaður húsfélagsins hefur hins vegar fengið þau skilaboð frá félagsmálayfirvöldum borgarinnar að konan sem bjó í íbúðinni flytji ekki þangað aftur. Eins og fram kom í fréttum í gær leikur grunur á um að kveikt hafi verið í íbúðinni en hún er í eigu Félagsbústaða. Húsfélagið í blokkinni hefur farið fram á það að leigjendum verði vísað úr íbúðinni og hún seld þar sem óregla hafi verið á leigjendunum. Helga Kristín Sigurðardóttir, formaður Húsfélagsins að Hrafnhólum 6-8, segir að hún hafi fengið þær upplýsingar hjá félagsþjónustunni í morgun að umræddur leigjandi komi ekki aftur í íbúðina og „maður vonar að staðið verði við það." Helga bendir á að áður hafi verið vandræði með leigjendur í íbúðinni og segir það áframhaldandi kröfu húsfélagsins að íbúðin verði seld. Engin ákvörðun um hvort íbúð verði seld Birgir Ottósson, forstöðumaður þjónustudeildar Félagsbústaða, sagðist í samtali við Vísi vona íbúanna vegna að leigjandinn kæmi ekki aftur en sagði enga formlega ákvörðun hafa verið tekna um það hvort íbúðin yrði seld eins og aðrir íbúar í blokkinni vilja. Hann vildi lítið tjá sig um málið en sagði það til skoðunar hjá Félagsbústöðum. Aðspurður hvort atvik sem þessi væru algeng í íbúðum Félagsbústaða vísaði Birgir í viðtal sem Spegillinn á Ríkisútvarpinu átti við hann á föstudag. Þar kom fram að Félagsbústaðir eigi um 2000 íbúðir í Reykjavík og fengu 175 fjölskyldur í fyrra úthlutað félagslegu húsnæði. Tíu fjölskyldur bornar út á ári með dómi Birgir sagði aðspurður alltaf eitthvað um vandræði með umgengni og hegðun fólks í húsnæði Félagsbústaða. „Það er alltaf eitthvað um það en við höfum verið mjög ákveðnir í því að taka á þeim málum þegar við fáum kvartanir, tökum hart á þeim og erum mjög ábyrgir að okkar mati gagnvart okkar meðeigendum í húsum þar sem við eigum stakar íbúðir," segir Birgir. Fái stofnunin kvartanir sem eru byggðar á sönnunum sé send aðvörun og ef henni sé ekki sinnt sé send lokaaðvörun. Svo sé samningi rift og málinu fylgt eftir með aðstoð dómstóla með útburði. Hins vegar var bent á að velferðarsvið borgarinnar og Félagsbústaðir hefðu myndað viðbragðsteymi til þess að grípa inn í til að reyna að koma í veg fyrir útburð fólks. Um tíu fjölskyldur er bornar út úr íbúðum Félagsbústaða á ári með dómi en oft má rekja útburðinn til fíkniefnaneyslu og hegðunar því samfara. Birgir sagði í samtali við Spegilinn fíkniefnanotkun vaxandi áhyggjuefni hjá Félagsbústöðum. „Fólk missir alla ábyrgðartillfingu gagnvart nágrenni sínu og það er erfitt við að eiga. Jafnvel þótt það taki ekki langan tíma að rifta samningi viðkomandi þá getur tíminn sem fer frá því að riftun húsaleigussamnings á sér stað og þangað til viðkomandi er bókstaflega borinn út verið óþolandi langur fyrir nágranna sem þurfa að upplifa óþægilegar uppákomur, svefnlausar nætur kannski í tvo til þrjá mánuði sem er biðin eftir að fá viðkomandi borinn út," segir Birgir. Kaupa stakar íbúðir víða um borg Hann bendir jafnframt á að á síðustu árum hafi Félagsbústaðir selt heilu stigagangana sem þeir hafa átt og keypt staka íbúðir í staðinn víða um borgina. Þannig sé verið að fækka íbúðum í þeim hverfum þar sem álagið hafi verið mest af félagslegum íbúðum. Bendir hann á að Félagsbústaðir hafi selt 20 íbúðir í Fellunum í Breiðholti í fyrra og keypt íbúðir annars staðar. Stefnan sé að vera með stakar íbúðir en ekki heila stigaganga til þess að stuðla að fjölbreyttara mannlífi.
Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira