Innlent

Loðna veiddist í gær

Loðnuskip við veiðar við Vestmannaeyjar í morgun.
Loðnuskip við veiðar við Vestmannaeyjar í morgun. MYND/Gísli Óskarsson

Þrátt fyrir að sjómenn hafi nánast verið búnir að afskrifa að meira veiddist af loðnu á þessari vertíð fannst loðna austan við Vestmannaeyjar seinnipartinn í gær. Sturla Þórðarson skipstjóri á Berki NK hefur verið á veiðum frá í fyrradag eftir að báturinn landaði í Helguvík. Hann segir að veiðin í gær hafi verið lítil og ekkert hafi veiðst í dag.

Nú eru um tíu bátar að leita að loðnu á svæðinu við Vestmannaeyjar. Sturla óttast að vertíðin sé að klárast, en nokkur skip eiga enn eftir kvóta af þessum minnsta loðnukvóta sem úthlutað hefur verið um árabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×