Skrifaði um Laxness í góðri trú Breki Logason skrifar 13. mars 2008 20:45 Hannes Hólmsteinn Gissurarson „Stærstum hluta krafna Auðar er hafnað og því ber að fagna. Hinsvegar eru einhverjar þeirra viðurkenndar og það er byggt á sjónarmiðum sem var útilokað fyrir Hannes að þekkja þegar hann ritaði bók sína," segir Heimir Örn Herbertsson lögmaður Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Hannes var í Hæstarétti í dag dæmdur til þess að greiða Auði Sveinsdóttur ekkju nóbelskáldsins eina og hálfa milljón í skaðabætur fyrir að hafa brotið á höfundarrétti að verkum Halldórs Kiljans Laxness. Hannes skrifaði bókina Halldór 1902-1932, ævisaga Halldórs Kiljans Laxness árið 2003. Hannes vildi ekki tjá sig um dóminn þegar Vísir náði af honum tali nú í kvöld. Hann sagðist áður þurfa að kynna sér niðurstöðuna en benti á Heimir Örn Herbertsson lögmann sinn í málinu. Heimir sagðist fagna því að bæturnar sem Hannes var dæmdur til þess að greiða séu mun lægri en þær sem farið var fram á. „Það eru hinsvegar vonbrigði að bætur skuli yfirleitt vera dæmdar. Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að í bók Hannesar var í einhverjum tilvikum farið í bága við höfundarrétt Halldórs Laxness. Það er byggt á reglu sem Hæstiréttur býr til í þessu máli sem byggir á mjög vandasömu mati þar sem mörkin á milli leyfilegrar notkunar á heimildum og tilvísunum eru mjög óglögg og óskýr. Það kemur meðal annars fram í dómnum," segir Heimir. Hann segir að þegar Hannes ritaði bókina hafi hann talið sig vera að nota aðferðir við tilvísanir og heimildir sem eru alþekktar og margnotaðar í sambærilegum ritum. „Það verður að hafa það í huga að það var aldrei neitt leyndarmál af hálfu Hannesar að hann studdist að mjög miklu leyti við endurminningarbækurnar enda var hann að skrifa ævisögu," segir Heimir sem finnst einnig áhugavert að dæmdar séu skaðabætur í þessu máli. „Í íslenskum rétti eru almennt ekki dæmdar skaðabætur nema sannað sé að tjón hafi hlotist af viðkomandi skaðaverki. Í þessu tilviki liggur fyrir að slíkt tjón varð ekki." Heimir segir að krafa Auðar um skaðabætur hafi verið reist á tvennskonar rökum. Annarsvegar var því haldið fram að bók Hannesar hafi valdið minnkandi sölu á bókum Halldórs án þess að það hafi verið byggt á neinum rökum. Á þessu sjónarmiði sýnist ekki byggt í dómi Hæstaréttar að sögn Heimis. „Hinsvegar var því haldið fram að ef Hannes hefði gert samning við Auði um að nýta sér texta upp úr þessum endurminningarbókum hefði hann þurft að greiða fyrir það ákveðið gjald. Lögmaður Auður upplýsti hinsvegar að hún hefði aldrei viljað gera slíkan samning. Því varð Auður ekki af neinum greiðslum, þar sem slíkur samningur hefði í raun og veru aldrei komið til greina." Sjá einnig:Hannes dæmdur til þess að greiða ekkju nóbelskálddsins skaðabætur Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Sjá meira
„Stærstum hluta krafna Auðar er hafnað og því ber að fagna. Hinsvegar eru einhverjar þeirra viðurkenndar og það er byggt á sjónarmiðum sem var útilokað fyrir Hannes að þekkja þegar hann ritaði bók sína," segir Heimir Örn Herbertsson lögmaður Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Hannes var í Hæstarétti í dag dæmdur til þess að greiða Auði Sveinsdóttur ekkju nóbelskáldsins eina og hálfa milljón í skaðabætur fyrir að hafa brotið á höfundarrétti að verkum Halldórs Kiljans Laxness. Hannes skrifaði bókina Halldór 1902-1932, ævisaga Halldórs Kiljans Laxness árið 2003. Hannes vildi ekki tjá sig um dóminn þegar Vísir náði af honum tali nú í kvöld. Hann sagðist áður þurfa að kynna sér niðurstöðuna en benti á Heimir Örn Herbertsson lögmann sinn í málinu. Heimir sagðist fagna því að bæturnar sem Hannes var dæmdur til þess að greiða séu mun lægri en þær sem farið var fram á. „Það eru hinsvegar vonbrigði að bætur skuli yfirleitt vera dæmdar. Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að í bók Hannesar var í einhverjum tilvikum farið í bága við höfundarrétt Halldórs Laxness. Það er byggt á reglu sem Hæstiréttur býr til í þessu máli sem byggir á mjög vandasömu mati þar sem mörkin á milli leyfilegrar notkunar á heimildum og tilvísunum eru mjög óglögg og óskýr. Það kemur meðal annars fram í dómnum," segir Heimir. Hann segir að þegar Hannes ritaði bókina hafi hann talið sig vera að nota aðferðir við tilvísanir og heimildir sem eru alþekktar og margnotaðar í sambærilegum ritum. „Það verður að hafa það í huga að það var aldrei neitt leyndarmál af hálfu Hannesar að hann studdist að mjög miklu leyti við endurminningarbækurnar enda var hann að skrifa ævisögu," segir Heimir sem finnst einnig áhugavert að dæmdar séu skaðabætur í þessu máli. „Í íslenskum rétti eru almennt ekki dæmdar skaðabætur nema sannað sé að tjón hafi hlotist af viðkomandi skaðaverki. Í þessu tilviki liggur fyrir að slíkt tjón varð ekki." Heimir segir að krafa Auðar um skaðabætur hafi verið reist á tvennskonar rökum. Annarsvegar var því haldið fram að bók Hannesar hafi valdið minnkandi sölu á bókum Halldórs án þess að það hafi verið byggt á neinum rökum. Á þessu sjónarmiði sýnist ekki byggt í dómi Hæstaréttar að sögn Heimis. „Hinsvegar var því haldið fram að ef Hannes hefði gert samning við Auði um að nýta sér texta upp úr þessum endurminningarbókum hefði hann þurft að greiða fyrir það ákveðið gjald. Lögmaður Auður upplýsti hinsvegar að hún hefði aldrei viljað gera slíkan samning. Því varð Auður ekki af neinum greiðslum, þar sem slíkur samningur hefði í raun og veru aldrei komið til greina." Sjá einnig:Hannes dæmdur til þess að greiða ekkju nóbelskálddsins skaðabætur
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Sjá meira