Eiginkona Guðmundar í Byrginu vill þrjár milljónir í skaðabætur Andri Ólafsson skrifar 12. mars 2008 14:57 Helga vill þrjár milljónir. Helga Haraldsdóttir, eiginkona Guðmundar Jónssonar í Byrginu, hefur stefnt Erlu Hlynsdóttur, blaðamanni DV, og tveimur viðmælendum hennar, Magnúsi Einarssyni og Ólöfu Ósk Erlendsdóttur, fyrir meiðyrði sem Helga segir að hafi verið höfð um sig í helgarblaðsviðtali sem DV birti þann 2. ágúst í fyrra. Helga krefst þess að fjöldinn allur af ummælum sem Erla hafði eftir viðmælendum sínum verði ómerkt og að sér verði greiddar þrjár milljónir í skaðabætur. Viðtalið sem um ræðir bar fyrirsögnina "Árásir Satans". Í því greindu Magnús og Ólöf frá meintum kynlífsathöfnum sem Helga átti að hafa tekið þátt í ásamt eiginmanni hennar, þáverandi forstöðumanni meðferðarheimilis, og öðrum vistmönnum. Þá héldu viðmælendur DV því einnig fram að Helga hefði haft vitneskju um kynferðislega misnotkun eiginmanns síns á vistmönnum meðferðarstofnunar og að hún hafi tekið þátt í þjálfun vistmanna sem drottnara í lesbísku kynlífi. Vísir hefur stefnuna, sem Helga hefur birt þeim Ólöfu, Magnúsi og Erlu, undir höndum. Í henni segir að hún hafi orðið fyrir verulegum skaða á tilfinningar- og sálarlífi. Hún hafi einnig orðið fyrir verulegri röskun, óþægindum og ýmisskonar þjáningum. Guðmundur Jónsson, eiginmaður Helgu, bíður dóms í máli ákæruvaldsins gegn sér en honum er gefið að sök að hafa misnotað fjóra vistmenn Byrgisins kynferðislega. Viðtalið var tekið á meðan þau mál voru í rannsókn. Athygli vekur að Helga Haraldsdóttir stefnir blaðamanninum sem skrifar viðtalið en ekki ritstjórum og ábyrgðarmönnum blaðsins sem viðtalið birtist í. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Helga Haraldsdóttir, eiginkona Guðmundar Jónssonar í Byrginu, hefur stefnt Erlu Hlynsdóttur, blaðamanni DV, og tveimur viðmælendum hennar, Magnúsi Einarssyni og Ólöfu Ósk Erlendsdóttur, fyrir meiðyrði sem Helga segir að hafi verið höfð um sig í helgarblaðsviðtali sem DV birti þann 2. ágúst í fyrra. Helga krefst þess að fjöldinn allur af ummælum sem Erla hafði eftir viðmælendum sínum verði ómerkt og að sér verði greiddar þrjár milljónir í skaðabætur. Viðtalið sem um ræðir bar fyrirsögnina "Árásir Satans". Í því greindu Magnús og Ólöf frá meintum kynlífsathöfnum sem Helga átti að hafa tekið þátt í ásamt eiginmanni hennar, þáverandi forstöðumanni meðferðarheimilis, og öðrum vistmönnum. Þá héldu viðmælendur DV því einnig fram að Helga hefði haft vitneskju um kynferðislega misnotkun eiginmanns síns á vistmönnum meðferðarstofnunar og að hún hafi tekið þátt í þjálfun vistmanna sem drottnara í lesbísku kynlífi. Vísir hefur stefnuna, sem Helga hefur birt þeim Ólöfu, Magnúsi og Erlu, undir höndum. Í henni segir að hún hafi orðið fyrir verulegum skaða á tilfinningar- og sálarlífi. Hún hafi einnig orðið fyrir verulegri röskun, óþægindum og ýmisskonar þjáningum. Guðmundur Jónsson, eiginmaður Helgu, bíður dóms í máli ákæruvaldsins gegn sér en honum er gefið að sök að hafa misnotað fjóra vistmenn Byrgisins kynferðislega. Viðtalið var tekið á meðan þau mál voru í rannsókn. Athygli vekur að Helga Haraldsdóttir stefnir blaðamanninum sem skrifar viðtalið en ekki ritstjórum og ábyrgðarmönnum blaðsins sem viðtalið birtist í.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira