Eiginkona Guðmundar í Byrginu vill þrjár milljónir í skaðabætur Andri Ólafsson skrifar 12. mars 2008 14:57 Helga vill þrjár milljónir. Helga Haraldsdóttir, eiginkona Guðmundar Jónssonar í Byrginu, hefur stefnt Erlu Hlynsdóttur, blaðamanni DV, og tveimur viðmælendum hennar, Magnúsi Einarssyni og Ólöfu Ósk Erlendsdóttur, fyrir meiðyrði sem Helga segir að hafi verið höfð um sig í helgarblaðsviðtali sem DV birti þann 2. ágúst í fyrra. Helga krefst þess að fjöldinn allur af ummælum sem Erla hafði eftir viðmælendum sínum verði ómerkt og að sér verði greiddar þrjár milljónir í skaðabætur. Viðtalið sem um ræðir bar fyrirsögnina "Árásir Satans". Í því greindu Magnús og Ólöf frá meintum kynlífsathöfnum sem Helga átti að hafa tekið þátt í ásamt eiginmanni hennar, þáverandi forstöðumanni meðferðarheimilis, og öðrum vistmönnum. Þá héldu viðmælendur DV því einnig fram að Helga hefði haft vitneskju um kynferðislega misnotkun eiginmanns síns á vistmönnum meðferðarstofnunar og að hún hafi tekið þátt í þjálfun vistmanna sem drottnara í lesbísku kynlífi. Vísir hefur stefnuna, sem Helga hefur birt þeim Ólöfu, Magnúsi og Erlu, undir höndum. Í henni segir að hún hafi orðið fyrir verulegum skaða á tilfinningar- og sálarlífi. Hún hafi einnig orðið fyrir verulegri röskun, óþægindum og ýmisskonar þjáningum. Guðmundur Jónsson, eiginmaður Helgu, bíður dóms í máli ákæruvaldsins gegn sér en honum er gefið að sök að hafa misnotað fjóra vistmenn Byrgisins kynferðislega. Viðtalið var tekið á meðan þau mál voru í rannsókn. Athygli vekur að Helga Haraldsdóttir stefnir blaðamanninum sem skrifar viðtalið en ekki ritstjórum og ábyrgðarmönnum blaðsins sem viðtalið birtist í. Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Helga Haraldsdóttir, eiginkona Guðmundar Jónssonar í Byrginu, hefur stefnt Erlu Hlynsdóttur, blaðamanni DV, og tveimur viðmælendum hennar, Magnúsi Einarssyni og Ólöfu Ósk Erlendsdóttur, fyrir meiðyrði sem Helga segir að hafi verið höfð um sig í helgarblaðsviðtali sem DV birti þann 2. ágúst í fyrra. Helga krefst þess að fjöldinn allur af ummælum sem Erla hafði eftir viðmælendum sínum verði ómerkt og að sér verði greiddar þrjár milljónir í skaðabætur. Viðtalið sem um ræðir bar fyrirsögnina "Árásir Satans". Í því greindu Magnús og Ólöf frá meintum kynlífsathöfnum sem Helga átti að hafa tekið þátt í ásamt eiginmanni hennar, þáverandi forstöðumanni meðferðarheimilis, og öðrum vistmönnum. Þá héldu viðmælendur DV því einnig fram að Helga hefði haft vitneskju um kynferðislega misnotkun eiginmanns síns á vistmönnum meðferðarstofnunar og að hún hafi tekið þátt í þjálfun vistmanna sem drottnara í lesbísku kynlífi. Vísir hefur stefnuna, sem Helga hefur birt þeim Ólöfu, Magnúsi og Erlu, undir höndum. Í henni segir að hún hafi orðið fyrir verulegum skaða á tilfinningar- og sálarlífi. Hún hafi einnig orðið fyrir verulegri röskun, óþægindum og ýmisskonar þjáningum. Guðmundur Jónsson, eiginmaður Helgu, bíður dóms í máli ákæruvaldsins gegn sér en honum er gefið að sök að hafa misnotað fjóra vistmenn Byrgisins kynferðislega. Viðtalið var tekið á meðan þau mál voru í rannsókn. Athygli vekur að Helga Haraldsdóttir stefnir blaðamanninum sem skrifar viðtalið en ekki ritstjórum og ábyrgðarmönnum blaðsins sem viðtalið birtist í.
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira