Innlent

Aðildarfyrirtæki SA samþykkja kjarasamninga

Nýir samningar Samtaka atvinnulífsins við Alþýðusambands Íslands voru samþykktir af hálfu SA með miklum yfirburðum í rafrænni atkvæðagreiðslu í síðustu viku.

Fram kemur í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins að 88 prósent þeirra aðildarfyrirtækja sem greiddu atkvæði hafi samþykkt samninginn, tæp tíu prósent voru honum andvíg og um tvö prósent tóku ekki afstöðu. Kosningaþátttaka var hins vegar aðeins um 38 prósent.

Atkvæðagreiðslan gildir um kjarasamninga sem gerðir hafa verið við Starfsgreinasambandið, Flóabandalagið, verslunarmenn, Rafiðnaðarsamband Íslands, Samiðn, Félag bókagerðarmanna, Félag vélstjóra- og málmtæknimanna og Matvís.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×