Innlent

Spasskí kominn til landsins

Boris Spasskí. Með honum á myndinni er Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.
Boris Spasskí. Með honum á myndinni er Guðfríður Lilja Grétarsdóttir. MYND/Víkurfréttir/Þorgils

Skáksnillingurinn Boris Spasskí er kominn til landsins en hann lenti á Keflavíkurflugvelli fyrir stundu. Spasskí, sem háði hið heimsfræga einvígi við Bobby Fischer í Reykjavík 1972 er kominn hingað til þess að heiðra minningu Fischers en á morgun hefði hann orðið 65 ára.

Í tilefni af því verður hátíðardagskrá í Þjóðmenningarhúsinu á morgun klukkan tvö.

Dagskráin er hluti af Alþjóðlegri skákhátíð í Reykjavík sem tileinkuð er minningu Bobby Fischers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×