Innlent

Segir ferð ráðuneytisstjóra til Íran eðlilega

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra segist hafa átt frumkvæði að því að ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins fór í heimsókn til Írans. Megintilgangur ferðarinnar hafi verið viðskiptalegs eðlis og að skapa góðvild vegna umsóknar Íslands í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Ingibjörg segir óþarfa að hafa áhyggjur af því að heimsóknin geti skaðað umsókn Íslendinga.

Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri heimsótti um síðustu helgi Írana og fundaði meðal annars með utanríkisráðherra þeirra. Eins og sagt hefur verið frá í fréttum á stöð 2 þá var Utanríkismálanefnd Alþingis var ekki greint frá ferðinni fyrr en eftir að hún var farin. Þá þótti þeim nefndarmönnum sem fréttastofa hafði samband við tilgangur ferðarinnar óljós. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir ferðina hafa verið fullkomlega eðlilega.

Samkvæmt heimildum fréttastofu innan stjórnarráðsins þá hafa menn áhyggjur af því að heimsóknin muni hafa neikvæð áhrif á framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðuþjóðanna. Ingibjörg Sólrún segir slíkar áhyggjur óþarfar. Hún segir skipta máli að Ísland haldi öllum leiðum opnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×