Innlent

Frumvarp um Breiðavíkurdrengina lagt fram á þessu þingi

Geir Haarde forsætisráðherra hyggst leggja fram boðað frumvarp um Breiðavíkurdrengina á þessu þingi.

Gréta Ingþórsdóttir aðstoðarmaður ráðherrans segir að nákvæm tímasetning á því hvenær frumvarpið verði lagt fram liggi ekki fyrir en allavega muni þingmenn geta kynnt sér frumvarpið og tekið til afgreiðslu á haustþinginu.

Samhliða þessu mun hefjast rannsókn á öðrum upptökuheimilum landsins og segir Gréta að ætlunin sé að fá hópinn sem vann Breiðavíkurskýrsluna til að annast þá vinnu enda skilaði hópurinn góðu starfi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×