Erlent

Lífskjör á Gaza-svæðinu ekki verri í 40 ár

Lífskjör á Gaza-svæðinu eru nú þau verstu í 40 ár, segir í nýrri skýrslu nokkurra mannréttinda- og góðgerðasamtaka.

Íbúar á Gaza horfa nú fram á mikið hungur, fátækt og atvinnuleysi. Þá hefur menntun hrakað og heilbrigðisþjónustan á svæðinu er í molum. Samtökin sem unnu skýrsluna segja að ástandið sé alfarið Ísrael að kenna og að það hafi versnað að mun síðan Ísraelsmenn settu Gaza í einangrun.

Talsmaður stjórnar Ísraels segir aftur á móti að ástandið sé á ábyrgð Hamas-samtakana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×