Innlent

Lýst eftir 95 ára gamalli konu

Lögreglan lýsir efti 95 ára gamalli konu í Reykjavík sem ekki hefur sést til í eina viku. Konan heitir Grethe Bendtsen og er búsett á Austurbrún 6. Hún er 160 sentimetrar á hæð og líklega klædd rauðri úlpu. Grethe gengur örlítið skökk samkvæmt heimildum lögreglu og notast við staf. Hún hefur búið á Íslandi í sex áratugi og talar íslensku með örlitlum dönskum hreim. Hún á enga aðstandendur hér á landi.

Grethe fer reglulega í gönguferðir í nágrenni heimilis síns á Austurbrún í Reykjavík.

Þeir sem vita um ferðir Grethe eða hvar hún er niðurkomin eru beðnir að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000




Fleiri fréttir

Sjá meira


×