Framkoma Birkis fyrir neðan allar hellur 21. febrúar 2008 10:34 Birkir Jón Jónsson vill lögleiða póker og uppsker litlar þakkir fyrir það frá formanni Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Júlíus Þór Júlíusson, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, segir framkomu þingmannsins Birkis Jóns Jónssonar fyrir neðan allar hellur en Birkir Jón sagði á Vísi í gær að hann hygðist berjast fyrir lögleiðingu pókers. Birkir Jón viðurkenndi að hafa spilað póker í spilavíti í miðbænum og gengið út með tugi þúsunda í gróða. Júlíus Þór segist vart hafa trúað sínum eigin eyrum þegar hann heyrði af fyrirætlunum Birkis Jóns. "Að þessi maður skuli ætla að ganga fram fyrir skjöldu og upphefja fjárhættuspil sem hefur eyðilagt fjárhag fjölmargra fjölskyldna er fyrir neðan allar hellur. Hann ætti að taka sig saman í andlitinu og fara í naflaskoðun," segir Júlíus Þór.Guð má vita hvað hann hefur tapað mikluJúlíus Þór Júlíusson ætlar að krefja þingmanninn pókerglaða um skýringar.Birkir Jón var bæði formaður fjárlaganefndar og aðstoðarmaður félagsmálaráðherra og Júlíus segir að honum ætti að vera vel ljóst hvers konar vandamál fylgja póker. "Ég hef mikið rætt við hann um þetta í gegnum tíðina og reynt að sækja styrk fyrir það starf sem við erum að vinna. Ég hef hins vegar mætt grjótvegg og nú skilur maður ástæðuna," segir Júlíus og telur það fráleitt að Birkir Jón hafi verið að spila póker upp á pening í fyrsta sinn.„Menn labba ekki út með gróða í fyrsta og eina skiptið. Guð má vita hvað hann hefur tapað miklu í þessu fjárhættuspilavafstri sínu," segir Júlíus Þór og viðurkennir að hann hefur áhyggjur af siðferðiskennd þingmannsins.„Ég mun senda honum bréf á næstunni og óska eftir skýringum á þessum málflutningi hjá honum. Svona lagað er síst til þess fallið að hjálpa okkur í baráttunni gegn spilafíkn og nógu erfið er hún fyrir," segir Júlíus. Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Fleiri fréttir Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Sjá meira
Júlíus Þór Júlíusson, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, segir framkomu þingmannsins Birkis Jóns Jónssonar fyrir neðan allar hellur en Birkir Jón sagði á Vísi í gær að hann hygðist berjast fyrir lögleiðingu pókers. Birkir Jón viðurkenndi að hafa spilað póker í spilavíti í miðbænum og gengið út með tugi þúsunda í gróða. Júlíus Þór segist vart hafa trúað sínum eigin eyrum þegar hann heyrði af fyrirætlunum Birkis Jóns. "Að þessi maður skuli ætla að ganga fram fyrir skjöldu og upphefja fjárhættuspil sem hefur eyðilagt fjárhag fjölmargra fjölskyldna er fyrir neðan allar hellur. Hann ætti að taka sig saman í andlitinu og fara í naflaskoðun," segir Júlíus Þór.Guð má vita hvað hann hefur tapað mikluJúlíus Þór Júlíusson ætlar að krefja þingmanninn pókerglaða um skýringar.Birkir Jón var bæði formaður fjárlaganefndar og aðstoðarmaður félagsmálaráðherra og Júlíus segir að honum ætti að vera vel ljóst hvers konar vandamál fylgja póker. "Ég hef mikið rætt við hann um þetta í gegnum tíðina og reynt að sækja styrk fyrir það starf sem við erum að vinna. Ég hef hins vegar mætt grjótvegg og nú skilur maður ástæðuna," segir Júlíus og telur það fráleitt að Birkir Jón hafi verið að spila póker upp á pening í fyrsta sinn.„Menn labba ekki út með gróða í fyrsta og eina skiptið. Guð má vita hvað hann hefur tapað miklu í þessu fjárhættuspilavafstri sínu," segir Júlíus Þór og viðurkennir að hann hefur áhyggjur af siðferðiskennd þingmannsins.„Ég mun senda honum bréf á næstunni og óska eftir skýringum á þessum málflutningi hjá honum. Svona lagað er síst til þess fallið að hjálpa okkur í baráttunni gegn spilafíkn og nógu erfið er hún fyrir," segir Júlíus.
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Fleiri fréttir Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Sjá meira