Innlent

Ákærur á hendur Guðmundi í Byrginu þingfestar

Guðmundur Jónsson í Byrginu.
Guðmundur Jónsson í Byrginu.

Ákærur á hendur Guðmundi Jónssyni í Byrginu voru þingfestar í héraðsdómi Suðurlands í dag. Um er að ræða fjórar konur og mun ein þeirra hafa verið undir lögaldri.

Konurnar fjórar voru allar til meðferðar í Byrginu þar sem Guðmundur gegndi stöðu forstöðumanns. Honum er gefið að sök að hafa notfært sér andlega annmarka kvennanna til þess að hafa við þær samræði eða önnur kynferðismök.

Það var fréttaskýringarþátturinn Kompás sem sagði fyrst frá málinu í desember 2006. Í kjölfarið kærðu átta konur Guðmund til lögreglu en mál fjögurra þeirra var látið niður falla. Eftir standa ákærur þessara fjögurra kvenna sem þingfestar voru í dag.

Hilmar Baldursson lögmaður Guðmundar vildi ekkert tjá sig um ákærurunar. „Þetta er lokað þinghald," sagði Hilmar sem þó staðfesti að konurnar væru fjórar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×