Erlent

Áforma samsteypustjórn í Kenía

Kofi Annan fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna leiðir viðræðurnar í Kenía.
Kofi Annan fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna leiðir viðræðurnar í Kenía. MYND/AFP

Stjórnarflokkur Kenía og stjórnarandstaðan hafa komist að tímamótasamkomulagi um samsteypustjórn. Viðræður hafa staðið yfir í höfuðborginni Naíróbí sem miða að því að enda átök síðustu vikna í landinu. Enn er ekki ákveðið hver muni leiða samsteypustjórn eða hlutverk flokkanna í henni.

Báðir aðilar hafa reynt að ná árangri í viðræðunum og reynt að brjótast út úr þeirri pólitísku sjálfheldu sem þeir hafa verið í frá úrslitum forsetakosninganna í desember.

Samkvæmt heimildum fréttastofu BBC mun Kofi Annan fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna gefa út yfirlýsingu innan skamms.

Um eitt þúsund manns hafa látist og 300 þúsund flúið heimili sín í óeirðunum.

Mikil eftirvænting ríkir í höfuðborginni Naíróbí vegna framvindunnar eftir margra vikna þvermóðsku beggja hliða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×