Erlent

Jolie segir Íraka þurfa hjálp

Jolie heimsótti Írak í lok ágúst. Þá talaði hún meðal annars við þessa landflótta eldri konu sem ekki fær að fara yfir landamærin til Sýrlands MYND/AP
Jolie heimsótti Írak í lok ágúst. Þá talaði hún meðal annars við þessa landflótta eldri konu sem ekki fær að fara yfir landamærin til Sýrlands MYND/AP MYND/AP

Óskarsverðlaunaleikkonan Angelina Jolie er í heimsókn í Írak í von um að þrýsta á lausn vandamála tveggja milljóna landflótta Íraka. Hún segir fólkið í þessu stríðshrjáða landi vera „mjög mjög varnarlaust" og tilraunir til að leysa vanda þeirra afar máttlausar.

Jolie er sendiherra góðgerðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum. Hún hefur reynt að verkja athygli á vandamálum flóttamanna í Írak. „Það virðist ekki vera til samhangandi áætlun til að hjálpa þeim," sagði hún í viðtali á CNN sjónvarpsstöðinni í dag.

„Velvilji er til staðar. Þetta er mikið rætt, en það virðist einungis vera talað í augnablikinu, og fullt af hlutum sem þarf að raða saman. Ég er að reyna að komast að hvað það er," sagði hún.

Jolie vill aðstoða Sameinuðu þjóðirnar í að finna leiðir til að vera virkari í Írak.

Átök sértrúarhópa Súnna og Síja í landinu hafa orsakað stóra hópa landflótta fólks. Ástandið er talið helsta vandamál Mið-Austurlanda síðan árið 1948 þegar Ísrael var stofnað.

Meira en 4,2 milljónir Íraka hafa flúið heimili sín. Um tvær milljónir hafa flúið til nærliggjandi landa, flestir til Sýrlands og Jórdaníu, en 2,2 milljónir eru landflótta í eigin landi.

„Það á eftir að hafa áhrif á öll Mið-Austurlönd hvernig tekst til í Írak á næstu arum," sagði leikkonan; „Það er okkur fyrir bestu að takast á við mannúðarvandamál af þessum toga því landlótti getur leitt til óstöðugleika og árásarhneigðar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×