Erlent

Óveður verður 22 að bana í Bandaríkjunum

Að minnsta kosti 22 eru látnir og yfir 100 slasaðir eftir ofsaveður og hvirfilbyli sem geisuðu í suðurríkjum Bandaríkjanna í gær. Þau ríki sem verst urðu úti voru Arkansas, Tennesse og Kentucky. Forkosningarnar voru í fullum gangi í þessum ríkjum þegar veðrið skall á og þurfti að loka mörgum kjörstöðum snemma af þeim sökum.

Fjöldi manns sem leitaði skjóls undir brú skolaðist með á en var bjargað. Auk mannfallsins hafa byggingar skemmst og fólk lokast inn og fregnir berast um eldsvoða af völdum byljanna sumstaðar í fyrrgreindum ríkjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×