Erlent

Andrew Bretaprins gagnrýnir stríðsreksturinn í Írak

Andrew Bretaprins hefur gagnrýnt stríðsrekstur Bandaríkjamanna í Írak og segir að þar hefði margt mátt betur fara.

Raunar segir prinsinn að ef Bandaríkjamenn hefðu hlustað betur á ráðleggingar Breta í stríðinu væru þeir ekki í jafnslæmri stöðu og raun ber vitni í Írak. Þetta kom fram í viðtali við prinsinn veitti fjölmiðlum í Buckingham-höll en hann er á leið í tíu daga ferð til Bandaríkjanna í hópi breskra fjárfesta og viðskiptamanna




Fleiri fréttir

Sjá meira


×