Erlent

Japansks ofurhuga leitað í Kyrrahafi

Hercules vélar bandarísku strandgæslunnar leita japanska ofurhugans.
Hercules vélar bandarísku strandgæslunnar leita japanska ofurhugans. MYND/AFP

Bandaríska strandgæslan leitar nú að japönskum ofurhuga sem ætlaði að fljúga á loftbelgi frá Japan til Oregon á vesturströnd Bandaríkjanna. Michio Kanda lét vita af sér með tveggja klukkustunda millibili. Hann var yfir Kyrrahafi, um 700 kílómetra suður af syðsta hluta Aleúteyjanna þegar síðast fréttist af honum en eftir það hefur ekkert heyrst frá honum.

Kanda ætlaði að setja heimsmet í langflugi á loftbelg. Herkúles flugvélar strandgæslunnar kemba nú svæðið þar sem hann hvarf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×