Erlent

Fjórtán mönnum bjargað af ferju sem strandaði í Írlandshafi

Fjórtán mönnum var bjargað úr ferju í Írlandshafi snemma í morgun.

Ferjan strandaði í miklum sjógangi í gærkvöldi nálægt Fleetwood í Lancashire í Bretlandi. Breski flugherinn sendi björgunarþyrlur á staðinn. Þær lentu í miklu roki en tókst samt að ná fólkinu frá borði.

Níu skipverjar eru enn um borð. Þeir vonast til að ná skipinu af strandstað og sigla því í næstu höfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×