Fimm ára fangelsi fyrir hrottafengin kynferðisbrot 25. janúar 2008 10:43 MYND/Valli Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo Litháa, Arunas Bartkus og Rolandas Jancevicius, í fimm ára fangelsi fyrir að hafa í sameiningu með ofbeldi reynt að nauðga konu og neytt hana til að hafa við þá munnmök. Árásin átti sér stað í miðborg Reykjavíkur í nóvember síðastliðnum. Hlaut konan ýmsar rispur og mar á líkama, svo hart gengu þeir fram. Konan hitti mennina á veitingastað í bænum og var samferða þeim upp Laugaveginn. Þeir réðust hins vegar á hana í húsasundi á Laugaveginum á hrottafenginn hátt. Mennirnir neituðu sök fyrir dómi og bar annar þeirra fyrir sig minnisleysi vegna ölvunar en hinn sagði samfarir hafa farið fram með vilja konunnar. Dómurinn mat framburð hans ekki trúverðugan en sagði framburð konunnar hafa verið stöðugan allan tímann. Voru þeir því sakfelldir fyrir brot sín. Eiga sér engar málsbætur Litháarnir tveir, sem eru 32 og 28 ára, eiga báðir dóma að baki í heimalandi sínu, meðal annars fyrir fjárkúgun og þjófnað og rán. Var litið til þess og þess hversu hrottafengin árás mannanna var, bæði í ljósi kringumstæðna og þeirra svívirðilegu og niðurlægjandi aðferða sem þeir beittu og þess gríðarlega sálartjóns sem þeir ollu henni. Hafi þeir sýnt fullkomið skeytingarleysi fyrir líðan hennar, kynfrelsi og æru, þegar þeir veittust að henni í bílskýlinu, notfærðu sér og hlógu að bjargarleysi hennar, auðsýndu einbeittan ásetning til að koma fram vilja sínum og skirrðust einskis, þrátt fyrir beiðni hennar um miskunn, segir í dómnum. „Hefur annar þeirra síðan borið við minnisleysi um atburði og hinn með auvirðilegum hætti vænt X um falska kæru, sem rót eigi að rekja til fjárgræðgi og vonbrigða með samfund við ákærðu í umræddu rými, um miðja nótt í þriggja stiga hita, og að auki gefið í skyn að hún hafi hlotið áverka á kynfærum við samræði með óskyldum aðila, í kjölfar samskipta við ákærðu. Að gættum öllum þessum atriðum er það ekki aðeins álit dómenda, að ákærðu hafi unnið til þungrar refsingar og eigi sér engar málsbætur heldur einnig, að þyngja beri refsingu þeirra sérstaklega í ljósi samverknaðar, sbr. 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga," segir í dómnum. Auk fimm ára fangelsis voru þeir dæmdir til að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo Litháa, Arunas Bartkus og Rolandas Jancevicius, í fimm ára fangelsi fyrir að hafa í sameiningu með ofbeldi reynt að nauðga konu og neytt hana til að hafa við þá munnmök. Árásin átti sér stað í miðborg Reykjavíkur í nóvember síðastliðnum. Hlaut konan ýmsar rispur og mar á líkama, svo hart gengu þeir fram. Konan hitti mennina á veitingastað í bænum og var samferða þeim upp Laugaveginn. Þeir réðust hins vegar á hana í húsasundi á Laugaveginum á hrottafenginn hátt. Mennirnir neituðu sök fyrir dómi og bar annar þeirra fyrir sig minnisleysi vegna ölvunar en hinn sagði samfarir hafa farið fram með vilja konunnar. Dómurinn mat framburð hans ekki trúverðugan en sagði framburð konunnar hafa verið stöðugan allan tímann. Voru þeir því sakfelldir fyrir brot sín. Eiga sér engar málsbætur Litháarnir tveir, sem eru 32 og 28 ára, eiga báðir dóma að baki í heimalandi sínu, meðal annars fyrir fjárkúgun og þjófnað og rán. Var litið til þess og þess hversu hrottafengin árás mannanna var, bæði í ljósi kringumstæðna og þeirra svívirðilegu og niðurlægjandi aðferða sem þeir beittu og þess gríðarlega sálartjóns sem þeir ollu henni. Hafi þeir sýnt fullkomið skeytingarleysi fyrir líðan hennar, kynfrelsi og æru, þegar þeir veittust að henni í bílskýlinu, notfærðu sér og hlógu að bjargarleysi hennar, auðsýndu einbeittan ásetning til að koma fram vilja sínum og skirrðust einskis, þrátt fyrir beiðni hennar um miskunn, segir í dómnum. „Hefur annar þeirra síðan borið við minnisleysi um atburði og hinn með auvirðilegum hætti vænt X um falska kæru, sem rót eigi að rekja til fjárgræðgi og vonbrigða með samfund við ákærðu í umræddu rými, um miðja nótt í þriggja stiga hita, og að auki gefið í skyn að hún hafi hlotið áverka á kynfærum við samræði með óskyldum aðila, í kjölfar samskipta við ákærðu. Að gættum öllum þessum atriðum er það ekki aðeins álit dómenda, að ákærðu hafi unnið til þungrar refsingar og eigi sér engar málsbætur heldur einnig, að þyngja beri refsingu þeirra sérstaklega í ljósi samverknaðar, sbr. 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga," segir í dómnum. Auk fimm ára fangelsis voru þeir dæmdir til að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira