Fimm ára fangelsi fyrir hrottafengin kynferðisbrot 25. janúar 2008 10:43 MYND/Valli Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo Litháa, Arunas Bartkus og Rolandas Jancevicius, í fimm ára fangelsi fyrir að hafa í sameiningu með ofbeldi reynt að nauðga konu og neytt hana til að hafa við þá munnmök. Árásin átti sér stað í miðborg Reykjavíkur í nóvember síðastliðnum. Hlaut konan ýmsar rispur og mar á líkama, svo hart gengu þeir fram. Konan hitti mennina á veitingastað í bænum og var samferða þeim upp Laugaveginn. Þeir réðust hins vegar á hana í húsasundi á Laugaveginum á hrottafenginn hátt. Mennirnir neituðu sök fyrir dómi og bar annar þeirra fyrir sig minnisleysi vegna ölvunar en hinn sagði samfarir hafa farið fram með vilja konunnar. Dómurinn mat framburð hans ekki trúverðugan en sagði framburð konunnar hafa verið stöðugan allan tímann. Voru þeir því sakfelldir fyrir brot sín. Eiga sér engar málsbætur Litháarnir tveir, sem eru 32 og 28 ára, eiga báðir dóma að baki í heimalandi sínu, meðal annars fyrir fjárkúgun og þjófnað og rán. Var litið til þess og þess hversu hrottafengin árás mannanna var, bæði í ljósi kringumstæðna og þeirra svívirðilegu og niðurlægjandi aðferða sem þeir beittu og þess gríðarlega sálartjóns sem þeir ollu henni. Hafi þeir sýnt fullkomið skeytingarleysi fyrir líðan hennar, kynfrelsi og æru, þegar þeir veittust að henni í bílskýlinu, notfærðu sér og hlógu að bjargarleysi hennar, auðsýndu einbeittan ásetning til að koma fram vilja sínum og skirrðust einskis, þrátt fyrir beiðni hennar um miskunn, segir í dómnum. „Hefur annar þeirra síðan borið við minnisleysi um atburði og hinn með auvirðilegum hætti vænt X um falska kæru, sem rót eigi að rekja til fjárgræðgi og vonbrigða með samfund við ákærðu í umræddu rými, um miðja nótt í þriggja stiga hita, og að auki gefið í skyn að hún hafi hlotið áverka á kynfærum við samræði með óskyldum aðila, í kjölfar samskipta við ákærðu. Að gættum öllum þessum atriðum er það ekki aðeins álit dómenda, að ákærðu hafi unnið til þungrar refsingar og eigi sér engar málsbætur heldur einnig, að þyngja beri refsingu þeirra sérstaklega í ljósi samverknaðar, sbr. 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga," segir í dómnum. Auk fimm ára fangelsis voru þeir dæmdir til að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur. Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo Litháa, Arunas Bartkus og Rolandas Jancevicius, í fimm ára fangelsi fyrir að hafa í sameiningu með ofbeldi reynt að nauðga konu og neytt hana til að hafa við þá munnmök. Árásin átti sér stað í miðborg Reykjavíkur í nóvember síðastliðnum. Hlaut konan ýmsar rispur og mar á líkama, svo hart gengu þeir fram. Konan hitti mennina á veitingastað í bænum og var samferða þeim upp Laugaveginn. Þeir réðust hins vegar á hana í húsasundi á Laugaveginum á hrottafenginn hátt. Mennirnir neituðu sök fyrir dómi og bar annar þeirra fyrir sig minnisleysi vegna ölvunar en hinn sagði samfarir hafa farið fram með vilja konunnar. Dómurinn mat framburð hans ekki trúverðugan en sagði framburð konunnar hafa verið stöðugan allan tímann. Voru þeir því sakfelldir fyrir brot sín. Eiga sér engar málsbætur Litháarnir tveir, sem eru 32 og 28 ára, eiga báðir dóma að baki í heimalandi sínu, meðal annars fyrir fjárkúgun og þjófnað og rán. Var litið til þess og þess hversu hrottafengin árás mannanna var, bæði í ljósi kringumstæðna og þeirra svívirðilegu og niðurlægjandi aðferða sem þeir beittu og þess gríðarlega sálartjóns sem þeir ollu henni. Hafi þeir sýnt fullkomið skeytingarleysi fyrir líðan hennar, kynfrelsi og æru, þegar þeir veittust að henni í bílskýlinu, notfærðu sér og hlógu að bjargarleysi hennar, auðsýndu einbeittan ásetning til að koma fram vilja sínum og skirrðust einskis, þrátt fyrir beiðni hennar um miskunn, segir í dómnum. „Hefur annar þeirra síðan borið við minnisleysi um atburði og hinn með auvirðilegum hætti vænt X um falska kæru, sem rót eigi að rekja til fjárgræðgi og vonbrigða með samfund við ákærðu í umræddu rými, um miðja nótt í þriggja stiga hita, og að auki gefið í skyn að hún hafi hlotið áverka á kynfærum við samræði með óskyldum aðila, í kjölfar samskipta við ákærðu. Að gættum öllum þessum atriðum er það ekki aðeins álit dómenda, að ákærðu hafi unnið til þungrar refsingar og eigi sér engar málsbætur heldur einnig, að þyngja beri refsingu þeirra sérstaklega í ljósi samverknaðar, sbr. 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga," segir í dómnum. Auk fimm ára fangelsis voru þeir dæmdir til að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur.
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira