Óánægður viðskiptavinur hindraði aðkomu sjúklinga að Læknavaktinni Breki Logason skrifar 22. janúar 2008 18:40 Læknavaktin „Það var haft samband við mig og ég benti á að maðurinn gæti talað við skrifstofuna eftir helgi sem er mjög eðlilegt vinnulag," segir Gerður Árnadóttir læknir á Læknavaktinni en óánægður viðskiptavinur lét illa eftir að honum var neitað um endurgreiðslu fyrir skömmu. Rætt var um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær þar sem Jóhannes Gunnarsson talsmaður neytenda var spurður út í málið. „Ég tel eðlilegt vinnulag að viðkomandi þurfi ekki að gera sér aðra ferð til þess að sækja 2.200 krónur heldur á hann að fá endurgreitt þegjandi og hljóðalaust," segir Jóhannes í samtali við Vísi vegna málsins. Málið snýst um mann sem kom á Læknavaktina seinni part á laugardegi til þess að fá bóluefni vegna inflúensu. Hann var látinn greiða fyrir bóluefnið og sendur inn til læknis. Þá kemur í ljós að bóluefnið er ekki til og biður maðurinn þá um endurgreiðslu. Gerður sem var á vaktinni þennan eftirmiðdag bendir honum hinsvegar á að tala við skrifstofuna eftir helgi en maðurinn tók það ekki í mál. „Það var síðan haft samband við mig nokkrum mínútum síðar og mér tilkynnt að hann sætti sig ekki við þessa niðurstöðu. Því var einnig haldið fram að hann kæmi í veg fyrir að hægt væri að innrita fólk sem var að leita sér læknisaðstoðar," segir Gerður sem kom þá þeim skilaboðum áleiðis að kalla þyrfti til lögreglu ef maðurinn væri að hindra fólk sem leitaði læknisaðstoðar. „Það eru eðlileg viðbrögð en lögreglunni var ekki hótað vegna þess að hann fékk ekki endurgreiðslu á staðnum. Á þessu er grundvallarmunur," segir Gerður. „Það er ekki meginmálið í þessu heldur það að viðkomandi var að kaupa ákveðna þjónustu sem hann gat ekki fengið og honum var neitað um endurgreiðslu. Það tíðkast í viðskiptum almennt að menn fái endurgreitt ef ekki er hægt að veita þá þjónustu sem greitt er fyrir," segir Jóhannes og bætir við að hann viti ekkert hvort einhver stífni hafi verið á milli mannsins og starfsmanna Læknavaktarinnar. „Ég hóta fólki ekki lögreglu að ástæðulausu. Við áttum ekki til þetta bóluefni og við getum ekkert ráðið við það. Þetta snérist hinsvegar um að hann hindraði aðkomu fólks að vaktinni og það er óásættanlegt," segir Gerður Árnadóttir að lokum. Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Sjá meira
„Það var haft samband við mig og ég benti á að maðurinn gæti talað við skrifstofuna eftir helgi sem er mjög eðlilegt vinnulag," segir Gerður Árnadóttir læknir á Læknavaktinni en óánægður viðskiptavinur lét illa eftir að honum var neitað um endurgreiðslu fyrir skömmu. Rætt var um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær þar sem Jóhannes Gunnarsson talsmaður neytenda var spurður út í málið. „Ég tel eðlilegt vinnulag að viðkomandi þurfi ekki að gera sér aðra ferð til þess að sækja 2.200 krónur heldur á hann að fá endurgreitt þegjandi og hljóðalaust," segir Jóhannes í samtali við Vísi vegna málsins. Málið snýst um mann sem kom á Læknavaktina seinni part á laugardegi til þess að fá bóluefni vegna inflúensu. Hann var látinn greiða fyrir bóluefnið og sendur inn til læknis. Þá kemur í ljós að bóluefnið er ekki til og biður maðurinn þá um endurgreiðslu. Gerður sem var á vaktinni þennan eftirmiðdag bendir honum hinsvegar á að tala við skrifstofuna eftir helgi en maðurinn tók það ekki í mál. „Það var síðan haft samband við mig nokkrum mínútum síðar og mér tilkynnt að hann sætti sig ekki við þessa niðurstöðu. Því var einnig haldið fram að hann kæmi í veg fyrir að hægt væri að innrita fólk sem var að leita sér læknisaðstoðar," segir Gerður sem kom þá þeim skilaboðum áleiðis að kalla þyrfti til lögreglu ef maðurinn væri að hindra fólk sem leitaði læknisaðstoðar. „Það eru eðlileg viðbrögð en lögreglunni var ekki hótað vegna þess að hann fékk ekki endurgreiðslu á staðnum. Á þessu er grundvallarmunur," segir Gerður. „Það er ekki meginmálið í þessu heldur það að viðkomandi var að kaupa ákveðna þjónustu sem hann gat ekki fengið og honum var neitað um endurgreiðslu. Það tíðkast í viðskiptum almennt að menn fái endurgreitt ef ekki er hægt að veita þá þjónustu sem greitt er fyrir," segir Jóhannes og bætir við að hann viti ekkert hvort einhver stífni hafi verið á milli mannsins og starfsmanna Læknavaktarinnar. „Ég hóta fólki ekki lögreglu að ástæðulausu. Við áttum ekki til þetta bóluefni og við getum ekkert ráðið við það. Þetta snérist hinsvegar um að hann hindraði aðkomu fólks að vaktinni og það er óásættanlegt," segir Gerður Árnadóttir að lokum.
Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Sjá meira