Auralaus og kærustulaus á Akranesi 22. janúar 2008 12:24 MYND/HKr Lögreglan á Akranesi glímdi við heldur óvenjulegt verkefni í liðinni viku. Þá tóku lögreglumenn á eftirlitsferð eftir manni sem sat á ferðatösku, árla morguns, skammt frá Akratorgi. Nokkrum tímum síðar sat maðurinn þar enn þá og var orðinn heldur ræfilslegur að sjá enda kalt í veðri. Gáfu lögreglumenn sig á tal við hann og reyndist þetta vera útlendingur sem var nýkominn til Íslands til að hitta kærustuna sína og ætlaði að dvelja hjá henni í hálfan mánuð. Hún mun hafa átt að sækja hann á þennan stað en hún er búsett ekki langt frá Akranesi. Ekki náðist í konuna og fékk maðurinn því húsaskjól og heitt kaffi á lögreglustöðinni. Dagurinn leið að kvöldi og ekki náðist í kærustuna. Lögreglan aðstoðaði manninn við að finna ódýra gistingu yfir nóttina en hann var auralítill. Að morgni næsta dags varð lögreglan aftur vör við manninn í reiðuleysi með ferðatöskuna. Aftur var honum boðið skjól á lögreglustöðinni og þegar leið á daginn náðist loks samband við konuna sem vildi ekkert með manninn hafa. Segir í dagbók lögreglunnar að nú hafi góð ráð verið dýr. Aumingja maðurinn var vegalaus á Íslandi, peningalaus, kærustulaus, með farmiða sem gilti heim eftir hálfan mánuð og þekkti engan nema stúlkuna sem hann hélt að væri kærastan hans. Lögreglumenn á vakt tóku til við að leita ráða fyrir manninn og tókst að fá inni fyrir hann á færeyska sjómannaheimilinu í Reykjavík. Lögreglumenn sáu síðast til mannsins þar sem hann fór inn í strætisvagn til Reykjavíkur og greiddi fargjaldið með peningum sem vakthafandi lögreglumenn höfðu gefið honum. Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Lögreglan á Akranesi glímdi við heldur óvenjulegt verkefni í liðinni viku. Þá tóku lögreglumenn á eftirlitsferð eftir manni sem sat á ferðatösku, árla morguns, skammt frá Akratorgi. Nokkrum tímum síðar sat maðurinn þar enn þá og var orðinn heldur ræfilslegur að sjá enda kalt í veðri. Gáfu lögreglumenn sig á tal við hann og reyndist þetta vera útlendingur sem var nýkominn til Íslands til að hitta kærustuna sína og ætlaði að dvelja hjá henni í hálfan mánuð. Hún mun hafa átt að sækja hann á þennan stað en hún er búsett ekki langt frá Akranesi. Ekki náðist í konuna og fékk maðurinn því húsaskjól og heitt kaffi á lögreglustöðinni. Dagurinn leið að kvöldi og ekki náðist í kærustuna. Lögreglan aðstoðaði manninn við að finna ódýra gistingu yfir nóttina en hann var auralítill. Að morgni næsta dags varð lögreglan aftur vör við manninn í reiðuleysi með ferðatöskuna. Aftur var honum boðið skjól á lögreglustöðinni og þegar leið á daginn náðist loks samband við konuna sem vildi ekkert með manninn hafa. Segir í dagbók lögreglunnar að nú hafi góð ráð verið dýr. Aumingja maðurinn var vegalaus á Íslandi, peningalaus, kærustulaus, með farmiða sem gilti heim eftir hálfan mánuð og þekkti engan nema stúlkuna sem hann hélt að væri kærastan hans. Lögreglumenn á vakt tóku til við að leita ráða fyrir manninn og tókst að fá inni fyrir hann á færeyska sjómannaheimilinu í Reykjavík. Lögreglumenn sáu síðast til mannsins þar sem hann fór inn í strætisvagn til Reykjavíkur og greiddi fargjaldið með peningum sem vakthafandi lögreglumenn höfðu gefið honum.
Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira