Fischer vildi hvíla í íslenskri sveit 21. janúar 2008 18:55 Skákmeistarinn Bobby Fischer var jarðsettur í kyrrþey í sveitakirkjugarði að Laugardælum við Selfoss í morgun. Auk kaþólsks prests, sem jarðsöng, voru aðeins fimm manns við athöfnina, þeirra á meðal ekkja Fischers.Þetta er gröf Bobby Fischers. Garðar Sverrisson, nánasti vinur hans á Íslandi, staðfesti í samtali við Stöð 2 nú síðdegis að Fischer hefði verið jarðsettur með kyrrþey í íslenskri sveit, samkvæmt hans eigin ósk. Komið var með kistu hans í kirkjuna að Laugardælum í morgun en þar hófst athöfnin klukkan hálftíu. Séra Jakob Rolland, prestur kaþólskra, jarðsöng. Miyoko Watai, ekkja Fischer, var viðstödd, en hún kom til landsins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 voru þau gift en höfðu kosið að halda því leyndu. Garðar Sverrisson, vinur Fischers, var einnig við athöfnina sem og þrír aðrir Íslendingar. Svo leynt fór athöfnin að sóknarprestur Laugardælasóknar, Kristinn Ágúst Friðfinnsson, hafði ekki hugmynd um hana.Að Laugardælum býr Þórarinn Sigurjónsson, fyrrverandi alþingismaður, en hann er tengdafaðir Garðars Sverrissonar. Haraldur, sonur Þórarins, og mágur Garðars Sverrissonar, segir að Fischer hafi nokkrum sinnum komið að Laugardælum með Garðari. Laugardælir eru á bökkum Ölfusár, vatnsmesta fljóts Íslands, og blasir Ingólfsfjall við. Ekki vannst tími til að smíða kross og merkja leiðið fyrir útförina en bætt verður úr því á næstu dögum. Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira
Skákmeistarinn Bobby Fischer var jarðsettur í kyrrþey í sveitakirkjugarði að Laugardælum við Selfoss í morgun. Auk kaþólsks prests, sem jarðsöng, voru aðeins fimm manns við athöfnina, þeirra á meðal ekkja Fischers.Þetta er gröf Bobby Fischers. Garðar Sverrisson, nánasti vinur hans á Íslandi, staðfesti í samtali við Stöð 2 nú síðdegis að Fischer hefði verið jarðsettur með kyrrþey í íslenskri sveit, samkvæmt hans eigin ósk. Komið var með kistu hans í kirkjuna að Laugardælum í morgun en þar hófst athöfnin klukkan hálftíu. Séra Jakob Rolland, prestur kaþólskra, jarðsöng. Miyoko Watai, ekkja Fischer, var viðstödd, en hún kom til landsins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 voru þau gift en höfðu kosið að halda því leyndu. Garðar Sverrisson, vinur Fischers, var einnig við athöfnina sem og þrír aðrir Íslendingar. Svo leynt fór athöfnin að sóknarprestur Laugardælasóknar, Kristinn Ágúst Friðfinnsson, hafði ekki hugmynd um hana.Að Laugardælum býr Þórarinn Sigurjónsson, fyrrverandi alþingismaður, en hann er tengdafaðir Garðars Sverrissonar. Haraldur, sonur Þórarins, og mágur Garðars Sverrissonar, segir að Fischer hafi nokkrum sinnum komið að Laugardælum með Garðari. Laugardælir eru á bökkum Ölfusár, vatnsmesta fljóts Íslands, og blasir Ingólfsfjall við. Ekki vannst tími til að smíða kross og merkja leiðið fyrir útförina en bætt verður úr því á næstu dögum.
Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira