Innlent

Leitað að Tóbakslausa manni ársins 2008

Góður sagnamaður, sem er hættur að reykja eða ætlar að hætta, getur fengið ferð til Amsterdam og hundrað þúsund króna farareyri að launum fyrir góða sögu í verðlaunasamkeppninni Reyklaus 2008.

Það er Reyksíminn og Lýðheilsustöð sem hafa hrundið af stað leitinni að Tóbakslausa manni ársins 2008. Leitað er að þeim sem eru tilbúnir til að hætta að reykja, eða eru hættir, og búa yfir góðri sögu sem getur verið öðrum nikótínfíklum hvatning í baráttunni gegn reykingum. Keppnin er hluti af evrópsku reykleysisverðlaununum sem Evrópuráð reyksíma stendur fyrir.

Ellefu lönd taka þátt og vinningshafinn í hverju landi fær ferð til Amsterdam á evrópsku verðlaunaafhendinguna að launum. Af þessum ellefu verður svo valinn vinningshafi Evrópu sem hlýtur titilinn European Quitter of the Year, sem í lauslegri íslenskri þýðingu gæti hljómað: Alátsmaður Evrópu. Þeir sem vilja taka þátt geta skráð sig á reyklaus.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×