Erlent

Tveir Þjóðverjar og hollensk kona grunuð um að vera hryðjuverkamenn

Tveir þýskir karlmenn og hollensk kona hafa verið handtekin í Kenía vegna gruns um að þau séu hryðjuverkamen, þau neita og segjast eingöngu vera blaðamenn. Lögregla handtók þremenningana eftir að grunsamlegar myndir fundust í fórum þeirra af hernarlega mikilvægum skotmörkumí landinu.

Þó að þau hafi komið inn í landið sem blaðamenn hefur þetta fólk hagað sér með afar grunsamlegum hætti undanfarið," sagði talsmaður lögreglu Eric Kiraithe við fjölmiðla í kvöld.

Kiraithe sagði að Þjóðverjarnir Gerd Uwe Haut og Andrej

Hermlin ásamt hollensku konunni and Fleur Van Dissel hefðu verið handtekin þegar þau voru að yfirgefa landið.

Bæði þýska og hollensku sendiráðin í Kenía vinna nú hörðum höndum að því að fá þremenningana lausa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×